Innlent

Leitað í Fljótshlíð á morgun

Bjarki Ármannsson skrifar
Ástu hefur verið saknað síðan um Hvítasunnuhelgina.
Ástu hefur verið saknað síðan um Hvítasunnuhelgina. Vísir/Vilhelm
Leitin í Fljótshlíð að Ástu Stefánsdóttur, sem hvarf um Hvítasunnuhelgina, hefst á ný á morgun. Um fjörutíu manns munu taka þátt en leitað verður í Bleiksárgljúfri þar sem lík Pino Becerra Bolanos, ferðafélaga Ástu, fannst.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Hvolsvelli, verður á morgun reynt í fyrsta sinn að færa fossinn í gljúfrinu úr farvegi. Áður hefur verið reynt að stífla fossinn að hluta. Mögulega verður þannig hægt að skoða áður ókönnuð svæði.

Sveinn segir að leitin muni hefjast í fyrramálið og standa yfir eins langt fram á kvöld og auðið er.


Tengdar fréttir

Eftir 12 tíma leit fer útlitið að verða svart

Árangurslaus leit að týndu fólki í langan tíma getur reynst björgunarsveitarfólki andlega erfið. Reyndur björgunarsveitarmaður segir leit oftast ljúka á átta tímum.

Leitin enn engan árangur borið

Leitað var til klukkan þrjú í nótt og voru fyrstu hópar aftur byrjaðir að leita klukkan átta í morgun.

Fannst látin í Bleiksárgljúfri

Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi og leit stendur yfir að íslenskri konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×