Þjóðin og ESB: Hvenær og hvernig á almenningur að koma að málinu? Þorgils Jónsson skrifar 27. febrúar 2014 07:00 Fjölmenn mótmæli hafa farið fram á Austurvelli síðustu daga þar sem aðalkrafan er að þjóðin fái að tjá hug sinn í þjóðaratkvæðagreislu um framhald ESB-viðræðnanna. Fréttablaðið/Pjetur Eftir að Vinstri græn lögðu í fyrrakvöld fram þingsályktunartillögu sína um framhald aðildarviðræðnanna við ESB liggja þrjár tillögur fyrir Alþingi um sama efni, sem nálgast það þó hver á sinn hátt. Þar að auki eru ýmsar aðrar hugmyndir á lofti og einnig er oft vísað til kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins og samstarfssáttmálans milli stjórnarflokkanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna og tillagan um viðræðuslit sem utanríkisráðherra lagði í framhaldinu fram í síðustu viku hleypti málinu svo upp og í kjölfarið komu fram tillögur frá stjórnarandstöðunni. Meginlínurnar snúast annars vegar um hvort viðræðum verði slitið, eins og stjórnarflokkarnir vilja, eða hvort hún verði látin liggja óhreyfð um óákveðinn tíma og hins vegar um hvort og hvenær þjóðin eigi að fá að segja sína skoðun á málunum í þjóðaratkvæðagreiðslu og að hverju verði þar spurt.Slit eða bið? Stjórnarflokkarnir hyggjast slíta viðræðum og hljóðar þingsályktunartillaga þeirra upp á það. Það sem stjórnarandstaðan leggur áherslu á er að umsóknin verði ekki dregin til baka þar sem það mundi lengja til muna endurupptökuferlið þegar/ef pólitískur vilji væri til staðar. Þess í stað verði fordæmi Svisslendinga fylgt og umsóknin látin liggja inni hjá ESB. Verði ferlið hafið á ný þurfi ekki að bíða samþykkis allra aðildarríkjanna. Til samanburðar leið rúmt ár frá því að Ísland lagði inn aðildarumsókn sína í júní árið 2009 þar til að aðildarviðræðurnar hófust.Aðkoma þjóðarinnar Skiptar skoðanir eru líka um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðuninni. Sjálfstæðisflokkurinn hét því í aðdraganda alþingiskosninga að framhald viðræðnanna yrði borið undir þjóðina á kjörtímabilinu, en í stjórnarsáttmálanum var ekkert látið uppi um tímasetningar, heldur aðeins að ekki yrði haldið áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillagan um viðræðuslit er á sama veg. Tvær línur eru hins vegar um málið innan stjórnarandstöðunnar. Annars vegar vilja Vinstri græn kjósa fyrir lok kjörtímabilsins og hins vegar vilja Samfylking, Björt framtíð og Píratar láta kjósa um málið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Eftir að Vinstri græn lögðu í fyrrakvöld fram þingsályktunartillögu sína um framhald aðildarviðræðnanna við ESB liggja þrjár tillögur fyrir Alþingi um sama efni, sem nálgast það þó hver á sinn hátt. Þar að auki eru ýmsar aðrar hugmyndir á lofti og einnig er oft vísað til kosningaloforða Sjálfstæðisflokksins og samstarfssáttmálans milli stjórnarflokkanna. Skýrsla Hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna og tillagan um viðræðuslit sem utanríkisráðherra lagði í framhaldinu fram í síðustu viku hleypti málinu svo upp og í kjölfarið komu fram tillögur frá stjórnarandstöðunni. Meginlínurnar snúast annars vegar um hvort viðræðum verði slitið, eins og stjórnarflokkarnir vilja, eða hvort hún verði látin liggja óhreyfð um óákveðinn tíma og hins vegar um hvort og hvenær þjóðin eigi að fá að segja sína skoðun á málunum í þjóðaratkvæðagreiðslu og að hverju verði þar spurt.Slit eða bið? Stjórnarflokkarnir hyggjast slíta viðræðum og hljóðar þingsályktunartillaga þeirra upp á það. Það sem stjórnarandstaðan leggur áherslu á er að umsóknin verði ekki dregin til baka þar sem það mundi lengja til muna endurupptökuferlið þegar/ef pólitískur vilji væri til staðar. Þess í stað verði fordæmi Svisslendinga fylgt og umsóknin látin liggja inni hjá ESB. Verði ferlið hafið á ný þurfi ekki að bíða samþykkis allra aðildarríkjanna. Til samanburðar leið rúmt ár frá því að Ísland lagði inn aðildarumsókn sína í júní árið 2009 þar til að aðildarviðræðurnar hófust.Aðkoma þjóðarinnar Skiptar skoðanir eru líka um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðuninni. Sjálfstæðisflokkurinn hét því í aðdraganda alþingiskosninga að framhald viðræðnanna yrði borið undir þjóðina á kjörtímabilinu, en í stjórnarsáttmálanum var ekkert látið uppi um tímasetningar, heldur aðeins að ekki yrði haldið áfram án þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillagan um viðræðuslit er á sama veg. Tvær línur eru hins vegar um málið innan stjórnarandstöðunnar. Annars vegar vilja Vinstri græn kjósa fyrir lok kjörtímabilsins og hins vegar vilja Samfylking, Björt framtíð og Píratar láta kjósa um málið samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent