Uppskeruhátíð Örvarpsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 14:00 Harpa Fönn og Halldóra Rut hafa gert örmyndir saman í þrjú ár og vilja auka útbreiðslu þess listforms. Vísir/GVA „Við erum tvær og búnar að vinna saman í þrjú ár við að framleiða örmyndir sem við höfum verið að reyna að finna vettvang til að sýna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem ásamt Halldóru Rut Baldursdóttur stendur fyrir Örvarpinu, fyrstu örmyndahátíð á Íslandi. „Hér heima var hægara sagt en gert að finna slíkan vettvang þannig að við fórum að leita fyrir okkur erlendis og þar reyndist vera mikil gróska í framleiðslu og sýningu örmynda.“ Þessi uppgötvun gaf Hörpu og Halldóru byr undir báða vængi og í framhaldinu fengu þær þá hugmynd að halda örmyndahátíð þar sem fólk gæti sent inn myndir, þær bestu yrðu valdar úr og myndu keppa til verðlauna. „Við fórum með þessa hugmynd til RÚV fyrir um ári og þar var fólk mjög spennt fyrir þessu. Það var ákveðið að við gerðum þetta í samstarfi og örmyndahátíðin var formlega opnuð á vef RÚV hinn 19. september í fyrra og stóð í þrettán vikur.“ Fyrirkomulagið var þannig að úr 62 innsendum myndum var valin ein mynd á viku og sýnd á vefnum. Ísold Uggadóttir og Haukur Ingvarsson völdu myndirnar og á laugardaginn verða þær sýndar í Bíói Paradís ásamt ellefu myndum sem ekki voru í keppninni en hafa vakið sérstaka athygli Örvarpsins. Dómnefnd, skipuð þeim Baldvin Z, Marsibil Sæmundardóttur og Jóni Proppé, mun velja bestu myndina og hlýtur hún vegleg verðlaun. „Þetta er svona uppskeruhátíð,“ útskýrir Harpa. „Flestir listamannanna sem sendu inn myndir hafa aldrei séð verkin sín á breiðskjá í alvöru bíóhúsi og þykir þetta hrikalega spennandi.“ Hátíðin hefst klukkan 18 á laugardaginn, kynnir er Gunnar Sigurðsson og sérstakur gestur hátíðarinnar er Ragnar Bragason leikstjóri sem halda mun stutt erindi um eigin reynslu af kvikmyndagerð. „Svo vonandi heldur Örvarpið áfram á hverju ári héðan af,“ segir Harpa vongóð. Menning Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira
„Við erum tvær og búnar að vinna saman í þrjú ár við að framleiða örmyndir sem við höfum verið að reyna að finna vettvang til að sýna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem ásamt Halldóru Rut Baldursdóttur stendur fyrir Örvarpinu, fyrstu örmyndahátíð á Íslandi. „Hér heima var hægara sagt en gert að finna slíkan vettvang þannig að við fórum að leita fyrir okkur erlendis og þar reyndist vera mikil gróska í framleiðslu og sýningu örmynda.“ Þessi uppgötvun gaf Hörpu og Halldóru byr undir báða vængi og í framhaldinu fengu þær þá hugmynd að halda örmyndahátíð þar sem fólk gæti sent inn myndir, þær bestu yrðu valdar úr og myndu keppa til verðlauna. „Við fórum með þessa hugmynd til RÚV fyrir um ári og þar var fólk mjög spennt fyrir þessu. Það var ákveðið að við gerðum þetta í samstarfi og örmyndahátíðin var formlega opnuð á vef RÚV hinn 19. september í fyrra og stóð í þrettán vikur.“ Fyrirkomulagið var þannig að úr 62 innsendum myndum var valin ein mynd á viku og sýnd á vefnum. Ísold Uggadóttir og Haukur Ingvarsson völdu myndirnar og á laugardaginn verða þær sýndar í Bíói Paradís ásamt ellefu myndum sem ekki voru í keppninni en hafa vakið sérstaka athygli Örvarpsins. Dómnefnd, skipuð þeim Baldvin Z, Marsibil Sæmundardóttur og Jóni Proppé, mun velja bestu myndina og hlýtur hún vegleg verðlaun. „Þetta er svona uppskeruhátíð,“ útskýrir Harpa. „Flestir listamannanna sem sendu inn myndir hafa aldrei séð verkin sín á breiðskjá í alvöru bíóhúsi og þykir þetta hrikalega spennandi.“ Hátíðin hefst klukkan 18 á laugardaginn, kynnir er Gunnar Sigurðsson og sérstakur gestur hátíðarinnar er Ragnar Bragason leikstjóri sem halda mun stutt erindi um eigin reynslu af kvikmyndagerð. „Svo vonandi heldur Örvarpið áfram á hverju ári héðan af,“ segir Harpa vongóð.
Menning Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Sjá meira