Uppskeruhátíð Örvarpsins Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 14:00 Harpa Fönn og Halldóra Rut hafa gert örmyndir saman í þrjú ár og vilja auka útbreiðslu þess listforms. Vísir/GVA „Við erum tvær og búnar að vinna saman í þrjú ár við að framleiða örmyndir sem við höfum verið að reyna að finna vettvang til að sýna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem ásamt Halldóru Rut Baldursdóttur stendur fyrir Örvarpinu, fyrstu örmyndahátíð á Íslandi. „Hér heima var hægara sagt en gert að finna slíkan vettvang þannig að við fórum að leita fyrir okkur erlendis og þar reyndist vera mikil gróska í framleiðslu og sýningu örmynda.“ Þessi uppgötvun gaf Hörpu og Halldóru byr undir báða vængi og í framhaldinu fengu þær þá hugmynd að halda örmyndahátíð þar sem fólk gæti sent inn myndir, þær bestu yrðu valdar úr og myndu keppa til verðlauna. „Við fórum með þessa hugmynd til RÚV fyrir um ári og þar var fólk mjög spennt fyrir þessu. Það var ákveðið að við gerðum þetta í samstarfi og örmyndahátíðin var formlega opnuð á vef RÚV hinn 19. september í fyrra og stóð í þrettán vikur.“ Fyrirkomulagið var þannig að úr 62 innsendum myndum var valin ein mynd á viku og sýnd á vefnum. Ísold Uggadóttir og Haukur Ingvarsson völdu myndirnar og á laugardaginn verða þær sýndar í Bíói Paradís ásamt ellefu myndum sem ekki voru í keppninni en hafa vakið sérstaka athygli Örvarpsins. Dómnefnd, skipuð þeim Baldvin Z, Marsibil Sæmundardóttur og Jóni Proppé, mun velja bestu myndina og hlýtur hún vegleg verðlaun. „Þetta er svona uppskeruhátíð,“ útskýrir Harpa. „Flestir listamannanna sem sendu inn myndir hafa aldrei séð verkin sín á breiðskjá í alvöru bíóhúsi og þykir þetta hrikalega spennandi.“ Hátíðin hefst klukkan 18 á laugardaginn, kynnir er Gunnar Sigurðsson og sérstakur gestur hátíðarinnar er Ragnar Bragason leikstjóri sem halda mun stutt erindi um eigin reynslu af kvikmyndagerð. „Svo vonandi heldur Örvarpið áfram á hverju ári héðan af,“ segir Harpa vongóð. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við erum tvær og búnar að vinna saman í þrjú ár við að framleiða örmyndir sem við höfum verið að reyna að finna vettvang til að sýna,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem ásamt Halldóru Rut Baldursdóttur stendur fyrir Örvarpinu, fyrstu örmyndahátíð á Íslandi. „Hér heima var hægara sagt en gert að finna slíkan vettvang þannig að við fórum að leita fyrir okkur erlendis og þar reyndist vera mikil gróska í framleiðslu og sýningu örmynda.“ Þessi uppgötvun gaf Hörpu og Halldóru byr undir báða vængi og í framhaldinu fengu þær þá hugmynd að halda örmyndahátíð þar sem fólk gæti sent inn myndir, þær bestu yrðu valdar úr og myndu keppa til verðlauna. „Við fórum með þessa hugmynd til RÚV fyrir um ári og þar var fólk mjög spennt fyrir þessu. Það var ákveðið að við gerðum þetta í samstarfi og örmyndahátíðin var formlega opnuð á vef RÚV hinn 19. september í fyrra og stóð í þrettán vikur.“ Fyrirkomulagið var þannig að úr 62 innsendum myndum var valin ein mynd á viku og sýnd á vefnum. Ísold Uggadóttir og Haukur Ingvarsson völdu myndirnar og á laugardaginn verða þær sýndar í Bíói Paradís ásamt ellefu myndum sem ekki voru í keppninni en hafa vakið sérstaka athygli Örvarpsins. Dómnefnd, skipuð þeim Baldvin Z, Marsibil Sæmundardóttur og Jóni Proppé, mun velja bestu myndina og hlýtur hún vegleg verðlaun. „Þetta er svona uppskeruhátíð,“ útskýrir Harpa. „Flestir listamannanna sem sendu inn myndir hafa aldrei séð verkin sín á breiðskjá í alvöru bíóhúsi og þykir þetta hrikalega spennandi.“ Hátíðin hefst klukkan 18 á laugardaginn, kynnir er Gunnar Sigurðsson og sérstakur gestur hátíðarinnar er Ragnar Bragason leikstjóri sem halda mun stutt erindi um eigin reynslu af kvikmyndagerð. „Svo vonandi heldur Örvarpið áfram á hverju ári héðan af,“ segir Harpa vongóð.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira