Innlent

Skoðað verður hvort afnema eigi refsingar fyrir vörslu á neysluskömmtum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Stýrihópur skipaður af heilbrigðisráðherra mun meðal annars taka til skoðunar félagslega þjónustu fyrir vímuefnaneytendur og finna leiðir til að efla forvarnir og upplýsta umræðu í samfélaginu.
Stýrihópur skipaður af heilbrigðisráðherra mun meðal annars taka til skoðunar félagslega þjónustu fyrir vímuefnaneytendur og finna leiðir til að efla forvarnir og upplýsta umræðu í samfélaginu. VÍSIR/ANTON
Þingsályktunartillaga þingflokks Pírata um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu var samþykkt á Alþingi í gær. Alþingi er komið í sumarfrí og þingi var frestað í gærkvöldi. Mörg mál fengu því afgreiðslu í gær.

Í kjölfar þess að þingsályktunartillaga Pírata var samþykkt verður skipaður stýrihópur af heilbrigðisráðherra.

Hópurinn mun meðal annars taka til skoðunar félagslega þjónustu fyrir vímuefnaneytendur og finna leiðir til að efla forvarnir og upplýsta umræðu í samfélaginu. Hópurinn mun einnig skoða hvort afnema eigi refsingar fyrir vörslu fíkniefna á neysluskömmtum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×