LÖKE lokað Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 10:28 Gunnar Scheving Thorsteinsson. vísir/valli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald í LÖKE-málinu svokallaða verði lokað. Fyrirtaka í málinu fór fram í dag og mun aðalmeðferð fara fram 11. mars næstkomandi. Tíu vitni verða kölluð fyrir, fimm af hálfu verjanda og fimm af hálfu ákæruvaldsins. Ríkissaksóknari höfðar málið á hendur Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni sem ákærður er fyrir tvö brot í opinberu starfi, meðal annars fyrir að fletta persónulegum upplýsingum um rúmlega fjörutíu konur. Verjandi mannsins krafðist þess að málið yrði lokað en var því upphaflega mótmælt af hálfu ákæruvaldsins. Var það að lokum ákvörðun beggja aðila að þinghald yrði lokað þar sem óhjákvæmilegt væri að nefna konurnar á nafn og að um persónulegar upplýsingar væri að ræða. Hagsmuna þeirra verði að gæta. Ákæruliðirnir eru tveir. Annars vegar er Gunnari gefið að sök að hafa á tímabilinu 7. október 2007 til 16. nóvember 2013 flett upp nöfnum 41 konu í málaskrárkerfi lögreglunnar, LÖKE, án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hans. Þá er hann hins vegar sakaður um að hafa mánudaginn 20.ágúst 2013 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara. Gunnar er sagður hafa sent nafn og lýsingu á þrettán ára dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna. Gunnar neitar sök í báðum liðum ákærunnar. Upphaflega var hann ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna en var þeim fækkað um fjórar þegar málið var tekið fyrir í ágúst síðastliðnum. Skýrist það af því að nánari rannsókn lögreglu hafi leitt það í ljós að þær hafi verið tengdar málum sem voru á könnu lögreglumannsins. Tengdar fréttir Neitar sök í báðum ákæruliðum Löke-málsins Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson tók afstöðu til ákærunnar á hendur sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. ágúst 2014 10:51 Lögreglumaður, lögmaður og símamaður handteknir Þrír eru til rannsóknar grunaðir um að hafa haft undir höndum viðkvæm trúnaðargögn. Gögnin komu meðal annars úr málaskrá lögreglu og frá gagnasafni Nova. Starfsmanni Nova hefur verið sagt upp vegna málsins. 29. apríl 2014 07:00 Leki úr skráningarkerfi lögreglunnar enn í rannsókn Mennirnir eru grunaðir um að hafa skoðað upplýsingar um konur sem hafa kært kynferðisbrot og rætt það frjálslega í lokuðum hópi á Facebook. 13. maí 2014 07:48 Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. 14. ágúst 2014 18:47 Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44 Kröfu um frávísun í LÖKE-málinu hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá frávísunarkröfu verjenda lögreglumannsins sem sakaður er um að hafa flett upp nöfnum 41 konu í málaskrárkerfi lögreglunnar. 9. september 2014 10:56 Tímabundið vikið frá störfum vegna rannsóknar á meintum brotum Lögreglumanni hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur tímabundið verið vikið frá störfum vegna rannsóknar á meintum brotum hans í starfi. 28. apríl 2014 09:08 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald í LÖKE-málinu svokallaða verði lokað. Fyrirtaka í málinu fór fram í dag og mun aðalmeðferð fara fram 11. mars næstkomandi. Tíu vitni verða kölluð fyrir, fimm af hálfu verjanda og fimm af hálfu ákæruvaldsins. Ríkissaksóknari höfðar málið á hendur Gunnari Scheving Thorsteinssyni lögreglumanni sem ákærður er fyrir tvö brot í opinberu starfi, meðal annars fyrir að fletta persónulegum upplýsingum um rúmlega fjörutíu konur. Verjandi mannsins krafðist þess að málið yrði lokað en var því upphaflega mótmælt af hálfu ákæruvaldsins. Var það að lokum ákvörðun beggja aðila að þinghald yrði lokað þar sem óhjákvæmilegt væri að nefna konurnar á nafn og að um persónulegar upplýsingar væri að ræða. Hagsmuna þeirra verði að gæta. Ákæruliðirnir eru tveir. Annars vegar er Gunnari gefið að sök að hafa á tímabilinu 7. október 2007 til 16. nóvember 2013 flett upp nöfnum 41 konu í málaskrárkerfi lögreglunnar, LÖKE, án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hans. Þá er hann hins vegar sakaður um að hafa mánudaginn 20.ágúst 2013 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara. Gunnar er sagður hafa sent nafn og lýsingu á þrettán ára dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna. Gunnar neitar sök í báðum liðum ákærunnar. Upphaflega var hann ákærður fyrir að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna en var þeim fækkað um fjórar þegar málið var tekið fyrir í ágúst síðastliðnum. Skýrist það af því að nánari rannsókn lögreglu hafi leitt það í ljós að þær hafi verið tengdar málum sem voru á könnu lögreglumannsins.
Tengdar fréttir Neitar sök í báðum ákæruliðum Löke-málsins Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson tók afstöðu til ákærunnar á hendur sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. ágúst 2014 10:51 Lögreglumaður, lögmaður og símamaður handteknir Þrír eru til rannsóknar grunaðir um að hafa haft undir höndum viðkvæm trúnaðargögn. Gögnin komu meðal annars úr málaskrá lögreglu og frá gagnasafni Nova. Starfsmanni Nova hefur verið sagt upp vegna málsins. 29. apríl 2014 07:00 Leki úr skráningarkerfi lögreglunnar enn í rannsókn Mennirnir eru grunaðir um að hafa skoðað upplýsingar um konur sem hafa kært kynferðisbrot og rætt það frjálslega í lokuðum hópi á Facebook. 13. maí 2014 07:48 Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. 14. ágúst 2014 18:47 Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44 Kröfu um frávísun í LÖKE-málinu hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá frávísunarkröfu verjenda lögreglumannsins sem sakaður er um að hafa flett upp nöfnum 41 konu í málaskrárkerfi lögreglunnar. 9. september 2014 10:56 Tímabundið vikið frá störfum vegna rannsóknar á meintum brotum Lögreglumanni hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur tímabundið verið vikið frá störfum vegna rannsóknar á meintum brotum hans í starfi. 28. apríl 2014 09:08 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Neitar sök í báðum ákæruliðum Löke-málsins Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson tók afstöðu til ákærunnar á hendur sér í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. ágúst 2014 10:51
Lögreglumaður, lögmaður og símamaður handteknir Þrír eru til rannsóknar grunaðir um að hafa haft undir höndum viðkvæm trúnaðargögn. Gögnin komu meðal annars úr málaskrá lögreglu og frá gagnasafni Nova. Starfsmanni Nova hefur verið sagt upp vegna málsins. 29. apríl 2014 07:00
Leki úr skráningarkerfi lögreglunnar enn í rannsókn Mennirnir eru grunaðir um að hafa skoðað upplýsingar um konur sem hafa kært kynferðisbrot og rætt það frjálslega í lokuðum hópi á Facebook. 13. maí 2014 07:48
Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður. 14. ágúst 2014 18:47
Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. 14. ágúst 2014 11:44
Kröfu um frávísun í LÖKE-málinu hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá frávísunarkröfu verjenda lögreglumannsins sem sakaður er um að hafa flett upp nöfnum 41 konu í málaskrárkerfi lögreglunnar. 9. september 2014 10:56
Tímabundið vikið frá störfum vegna rannsóknar á meintum brotum Lögreglumanni hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur tímabundið verið vikið frá störfum vegna rannsóknar á meintum brotum hans í starfi. 28. apríl 2014 09:08