Innlent

Kröfu um frávísun í LÖKE-málinu hafnað

Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson.
Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson. Vísir/Valli
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði frávísunarkröfu verjenda lögreglumannsins sem sakaður er um að hafa flett upp nöfnum 41 konu í málaskrárkerfi lögreglunnar.

Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður lögreglumannsins, staðfesti í samtali við Vísi að dómurinn hefði ekki fallist á röksemdir sínar fyrir frávísun. Dómur mun næst koma saman 21. nóvember þar sem tekin verður afstaða til þess hvort þinghaldið verði lokað eða ekki. Aðalmeðferð fer svo fram á nýju ári.

Lögreglumaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa sent Facebook-skeyti með nafni og lýsingu á 13 ára gömlum dreng í máli sem ákærði hafði afskipti af.


Tengdar fréttir

Löke-málið: Konunum fækkaði um fjórar

Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka sér allt að fjórar vikur til þess að taka afstöðu til frávísunarkröfu lögreglumannsins sem ákærðu er fyrir brot í opinberu starfi í Löke-málinu svokallaða.

Vita ekki að þeim var flett upp

Konurnar 45 sem lögreglumaður er ákærður fyrir að hafa flett upp í LÖKE kerfinu hafa ekki verið látnar vita af tengslum sínum við málið.

Endurskoða innra eftirlit vegna njósna

Í gær var þingfest ákæra á hendur lögreglumanni sem sakaður er um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur. Ekkert eftirlit er með notkun LÖKE-kerfis lögreglu.

Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum

Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×