Innlent

Leki úr skráningarkerfi lögreglunnar enn í rannsókn

Snærós Sindradóttir skrifar
Höfuðstöðvar Nova i Lágmúla.
Höfuðstöðvar Nova i Lágmúla. Vísir
Rannsókn miðar vel áfram í máli lögreglumanns, lögfræðings og fyrrverandi starfsmanns fjarskiptafyrirtækisins Nova sem grunaðir eru um að hafa skoðað skjöl úr skráningarkerfi lögreglunnar, LÖKE, á lokaðri síðu á netinu.

Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins en lögreglumaðurinn sem grunaður er um að hafa lekið upplýsingum úr LÖKE starfaði hjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu.

Mennirnir eru grunaðir um að hafa skoðað upplýsingar um konur sem hafa kært kynferðisbrot og rætt það frjálslega í lokuðum hópi á Facebook.


Tengdar fréttir

Lögreglumaður, lögmaður og símamaður handteknir

Þrír eru til rannsóknar grunaðir um að hafa haft undir höndum viðkvæm trúnaðargögn. Gögnin komu meðal annars úr málaskrá lögreglu og frá gagnasafni Nova. Starfsmanni Nova hefur verið sagt upp vegna málsins.

Meint brot lögreglumanns til rannsóknar

Ríkissaksóknari hefur nú til rannsóknar meint brot lögreglumanns í starfi en hann er sakaður um uppflettingar og meðferð á upplýsingum úr gagnagrunni lögreglunnar. Tveir aðrir menn hafa réttarstöðu sakborninga við rannsóknina.

Deildi upplýsingum um þolendur kynferðisofbeldis

Lögreglumaður sem vikið hefur verið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína til að afla gagna úr lögreglukerfi ríkislögreglustjóri, sótti upplýsingar um kvenkyns þolendur kynferðisofbeldis .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×