Innlent

Neitar sök í báðum ákæruliðum Löke-málsins

Gunnar Scheving við komuna í héraðsdóm í morgun.
Gunnar Scheving við komuna í héraðsdóm í morgun. Vísir/Valli
Lögreglumaðurinn Gunnar Scheving Thorsteinsson, sem ákærður er fyrir brot í opinberu starfi í Löke-málinu svokallaða, neitaði sök í báðum liðum ákærunnar þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Lögmaður Gunnars, Garðar Steinn Ólafsson, gerði þá kröfu að málinu yrði vísað frá en til vara að öðrum lið ákærunnar yrði vísað frá. Þá var óskað eftir því að þinghaldið yrði lokað. Dómari frestaði málinu til 28. ágúst og mun þá taka fyrir frávísunarkröfuna.

Gunnar er annars vegar sakaður um að hafa á tímabilinu 7. október 2007 til 16. nóvember 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkerfi lögreglunnar og skoðað þar upplýsingar um konurnar, án þess að uppflettingarnar tengdust starfi hans sem lögreglumanns. Þannig hafi hann misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um konurnar. Telst brotið varða varða við 139. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Í síðari lið ákærðurnar er hann sakaður um að hafa mánudaginn 20. ágúst 2012, sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara. Ákærði sendi nafn og lýsingu á 13 ára gömlum dreng sem ákærði hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður, auk upplýsinga um ástæðu afskiptanna. Telst þetta varða við 1. mgr. 136. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Tímaseting aðalmeðferðar verður ákveðin þann 28. ágúst þegar frávísunarkrafan verður tekin fyrir. Gunnar gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi.


Tengdar fréttir

Segir umfjöllun fjölmiðla byggja á ósannindum

Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu svokallaða, Gunnari Scheving Thorsteinssyni, ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Hann er sakaður um að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í upplýsingakerfi lögregunnar, ásamt því að hafa sent félaga sínum upplýsingar um þrettán ára gamlan dreng sem hann hafði afskipti af í starfi sínu sem lögreglumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×