Sakaður um að hafa flett upp upplýsingum um 45 konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2014 11:44 Vísir/Hari Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Annars vegar er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa á sex ára tímabili flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkrefi lögreglunnar, LÖKE, án þess að uppflettingarnar tengdust skyldum hans í starfi. Hins vegar að hafa sent skilaboð á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara. Varðar fyrra brotið fyrir 139. grein almennra hegningarlaga en hið síðara við 136. grein. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur að morgni þriðjudagsins 19. ágúst. „Ákæran byggir ekki á neinum gögnum um að brot hafi átt sér stað, heldur er hér reynt að færa sönnunarbyrði á ákærða eftir að harkalegar aðgerðir lögreglu leiddu ekki í ljós neinn leka eða deilingu á upplýsingum úr LÖKE,“ segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður ákærða, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Garðar segir að ekkert liggi fyrir um að skjólstæðingur sinn hafi flett upp einum eða neinum í annarlegum tilgangi, heldur hafi verið tekið úrtak af öllum kvenmannsnöfnum sem fram koma á Facebook eða í síma hans og það athugað hvort hann hafi einhverntíman flett upp máli sem tengjast þeim. „Eins og allir sem skilja tölfræði gera sér grein fyrir hafa allir lögreglumenn flett upp málum sem tengjast fólki sem þeir eða einhver vinur þeirra þekkir með nafni. Ákæruvaldið heldur því hins vegar fram með þessari ákæru að hafi lögreglumaður ekki verið lögreglumaður á vettvangi eða geti þulið upp eftir minni hvaða málum öll 10+ tölustafa málsnúmer sem þeir hafa flett upp tengist sé um að ræða brot í opinberu starfi.“ Lögmaðurinn telur ákæruna bera þess vott að nauðsynlegt sé að breyta LÖKE-kerfi til að leyfa skrásetningu í það um ástæðu uppflettinga. Ekki sé hægt að taka galla kerfisins út á einum lögreglumannni. „En reyndar má velta því fyrir sér á hverju aðrir lögreglumenn mega eiga von á í framhaldi. Það er augljóst að sambærilegu slembiúrtaki af símum þeirra og Facebook mætti beita til að ákæra hvern einasta lögreglumann á Íslandi sem hefur verið að störfum frá 2007 til dagsins í dag."Ákæruliðina tvo má sjá í heild sinni hér að neðan 1. Með því að hafa á tímabilinu 7. október 2007 til 16. nóvember 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkerfi lögreglu og skoðað þar upplýsingar um konunar, án þess að uppflettingarnar tengist starfi hans sem lögreglumanns, og þannig misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um konunar. Telst þetta varða við 139. gr. alm. hgl. 2. Með því að hafa þann 20. ágúst 2012 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara, þ.e. nafn og lýsingu á aðila sem lögregla hafði afskipti af, auk upplýsinga um ástæðu afskiptana. Telst þetta varða við 136. gr. alm. hgl. Tengdar fréttir Mannorð í molum eftir húsleit og handtöku "Líf þeirra eins og þeir þekktu, þeim lauk náttúrulega þegar þeir voru handteknir opinberlega og hent í fangaklefa,“ segir lögmaður tveggja manna sem voru handteknir 12. júlí 2014 22:48 Lögmaður og símamaður ekki lengur til rannsóknar Lögreglumaður sem grunaður var um óeðlilegar flettingar í málakerfi ríkislögreglustjóra, LÖKE enn til rannsóknar. 10. júlí 2014 12:23 Ríkissaksóknari ákærir lögreglumann Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína til að afla gagna úr lögreglukerfi. 11. ágúst 2014 14:12 Lögreglumanninum hefur ekki verið birt ákæra „Ég er ekki vanur því að fá upplýsingar um þingfestingardag úr fjölmiðlum,“ segir lögmaður mannsins. 11. ágúst 2014 15:55 Stefna ríkinu vegna handtöku og húsleita Sakborningar í Löke málinu hafa ákveðið að höfða mál gegn ríkinu vegna tilefnislausrar handtöku. 11. júlí 2014 23:08 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur birt lögreglumanninum í LÖKE-málinu ákæru fyrir tvö meint brot í opinberu starfi. Annars vegar er lögreglumaðurinn sakaður um að hafa á sex ára tímabili flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkrefi lögreglunnar, LÖKE, án þess að uppflettingarnar tengdust skyldum hans í starfi. Hins vegar að hafa sent skilaboð á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara. Varðar fyrra brotið fyrir 139. grein almennra hegningarlaga en hið síðara við 136. grein. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur að morgni þriðjudagsins 19. ágúst. „Ákæran byggir ekki á neinum gögnum um að brot hafi átt sér stað, heldur er hér reynt að færa sönnunarbyrði á ákærða eftir að harkalegar aðgerðir lögreglu leiddu ekki í ljós neinn leka eða deilingu á upplýsingum úr LÖKE,“ segir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður ákærða, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Garðar segir að ekkert liggi fyrir um að skjólstæðingur sinn hafi flett upp einum eða neinum í annarlegum tilgangi, heldur hafi verið tekið úrtak af öllum kvenmannsnöfnum sem fram koma á Facebook eða í síma hans og það athugað hvort hann hafi einhverntíman flett upp máli sem tengjast þeim. „Eins og allir sem skilja tölfræði gera sér grein fyrir hafa allir lögreglumenn flett upp málum sem tengjast fólki sem þeir eða einhver vinur þeirra þekkir með nafni. Ákæruvaldið heldur því hins vegar fram með þessari ákæru að hafi lögreglumaður ekki verið lögreglumaður á vettvangi eða geti þulið upp eftir minni hvaða málum öll 10+ tölustafa málsnúmer sem þeir hafa flett upp tengist sé um að ræða brot í opinberu starfi.“ Lögmaðurinn telur ákæruna bera þess vott að nauðsynlegt sé að breyta LÖKE-kerfi til að leyfa skrásetningu í það um ástæðu uppflettinga. Ekki sé hægt að taka galla kerfisins út á einum lögreglumannni. „En reyndar má velta því fyrir sér á hverju aðrir lögreglumenn mega eiga von á í framhaldi. Það er augljóst að sambærilegu slembiúrtaki af símum þeirra og Facebook mætti beita til að ákæra hvern einasta lögreglumann á Íslandi sem hefur verið að störfum frá 2007 til dagsins í dag."Ákæruliðina tvo má sjá í heild sinni hér að neðan 1. Með því að hafa á tímabilinu 7. október 2007 til 16. nóvember 2013 flett upp nöfnum 45 kvenna í málaskrárkerfi lögreglu og skoðað þar upplýsingar um konunar, án þess að uppflettingarnar tengist starfi hans sem lögreglumanns, og þannig misnotað stöðu sína í því skyni að afla sér upplýsinga um konunar. Telst þetta varða við 139. gr. alm. hgl. 2. Með því að hafa þann 20. ágúst 2012 sent tölvuskeyti á Facebook með upplýsingum sem leynt áttu að fara, þ.e. nafn og lýsingu á aðila sem lögregla hafði afskipti af, auk upplýsinga um ástæðu afskiptana. Telst þetta varða við 136. gr. alm. hgl.
Tengdar fréttir Mannorð í molum eftir húsleit og handtöku "Líf þeirra eins og þeir þekktu, þeim lauk náttúrulega þegar þeir voru handteknir opinberlega og hent í fangaklefa,“ segir lögmaður tveggja manna sem voru handteknir 12. júlí 2014 22:48 Lögmaður og símamaður ekki lengur til rannsóknar Lögreglumaður sem grunaður var um óeðlilegar flettingar í málakerfi ríkislögreglustjóra, LÖKE enn til rannsóknar. 10. júlí 2014 12:23 Ríkissaksóknari ákærir lögreglumann Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína til að afla gagna úr lögreglukerfi. 11. ágúst 2014 14:12 Lögreglumanninum hefur ekki verið birt ákæra „Ég er ekki vanur því að fá upplýsingar um þingfestingardag úr fjölmiðlum,“ segir lögmaður mannsins. 11. ágúst 2014 15:55 Stefna ríkinu vegna handtöku og húsleita Sakborningar í Löke málinu hafa ákveðið að höfða mál gegn ríkinu vegna tilefnislausrar handtöku. 11. júlí 2014 23:08 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Sjá meira
Mannorð í molum eftir húsleit og handtöku "Líf þeirra eins og þeir þekktu, þeim lauk náttúrulega þegar þeir voru handteknir opinberlega og hent í fangaklefa,“ segir lögmaður tveggja manna sem voru handteknir 12. júlí 2014 22:48
Lögmaður og símamaður ekki lengur til rannsóknar Lögreglumaður sem grunaður var um óeðlilegar flettingar í málakerfi ríkislögreglustjóra, LÖKE enn til rannsóknar. 10. júlí 2014 12:23
Ríkissaksóknari ákærir lögreglumann Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína til að afla gagna úr lögreglukerfi. 11. ágúst 2014 14:12
Lögreglumanninum hefur ekki verið birt ákæra „Ég er ekki vanur því að fá upplýsingar um þingfestingardag úr fjölmiðlum,“ segir lögmaður mannsins. 11. ágúst 2014 15:55
Stefna ríkinu vegna handtöku og húsleita Sakborningar í Löke málinu hafa ákveðið að höfða mál gegn ríkinu vegna tilefnislausrar handtöku. 11. júlí 2014 23:08