Fimmmenningarnir á vesturleið: „Aldrei lent í öðru eins“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. desember 2014 11:35 Vind var tekið að lægja á bakaleiðinni sem gegn vonum framar að sögn Stefáns Mána. vísir/loftmyndir Orðatiltækið allt er gott sem endar vel á hér vel við, en fimmmenningarnir Stefán Máni Sigþórsson, Þorgrímur Þráinsson, Jón Gnarr, Ingibjörg Reynisdóttir og Soffía Bjarnadóttir lentu í óförum á ferðalagi þeirra frá Reykjavík til Ólafsvíkur í gær. Vísir greindi frá hrakförum þeirra í gær eftir að þau höfnuðu utan vegar við félagsheimilið Breiðablik á sunnanverðu Snæfellsnesi og sátu þar föst þar til bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttarvél og dró þau upp á veginn aftur. Það var Ólafsvíkingurinn Stefán Máni Sigþórsson sem sat við stýrið þegar hann missti stjórn á bílnum. „Þetta var nú bara algjör martröð. Ég hef keyrt þessa leið ansi oft en hef aldrei lent í öðru eins. Það var alveg kolvitlaust veður,“ segir Stefán Máni, sem þó kveðst vera góður bílstjóri, þrátt fyrir óhappið. Rithöfundarnir fimm voru á bíl Þorgríms, Land Cruiser, og skiptust þeir Stefán og Þorgrímur á að aka bílnum, sem vissulega var á vetrardekkjum að sögn Stefáns. „Það var alls ekkert kæruleysi í gangi. En þetta voru stórkostlega slæmar aðstæður. Ég keyrði og Jón Gnarr var í farþegasætinu. Hann sá um að horfa á vegkantinn sín megin og segja mér hvort ég væri að fara út af eða hvort ég væri kominn of langt á meðan ég reyndi að sjá næstu stikur,“ segir hann. Þetta fríða föruneyti var á leið á upplestrarkvöld tíundu bekkinga í Grunnskóla Snæfellsnesbæjar sem haldið er árlega. „Maður leggur ýmislegt á sig til að mæta þangað. Þetta er árlegur upplestur, flottur og hátíðlegur og heilmikill viðburður fyrir vestan. Þannig að maður gerir auðvitað sitt besta til að mæta,“ segir Stefán. „Þetta var bara virkilega gaman.“ Eftir upplesturinn buðu foreldrar Stefáns Mána upp á dýrindis máltíð handa þeim öllum, en að sögn hans voru þau öll ansi þreytt eftir skakkaföllin. Þau héldu síðan heim á leið um miðnætti, en það var Þorgrímur sem ákvað þá að taka aksturinn í sínar hendur. Stefán segir Þorgrím þó vel hafa treyst sér fyrir stýrinu, þreytan hafi á þeim tímapunkti farið að segja til sín og hann ekki treyst sér sjálfur fyrir akstrinum. „Ég var ofboðslega þreyttur. Það er svo erfitt að keyra í skafrenningnum og svo stressandi þannig að ég var alveg búinn á því. En Þorgrímur var búinn að fá sína hvíld,“ segir Stefán sem segir heimferðina hafa gengið ljómandi vel. Þau hafi verið komin í bæinn í kringum þrjú í nótt. Myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan var tekið einungis nokkrum mínútum áður en þau fóru útaf. Innlegg frá Ingibjörg Reynisdóttir. Tengdar fréttir Sátu föst í blindbyl í klukkutíma Rithöfundarnir Jón Gnarr, Ingibjörg Reynisdóttir, Stefán Máni, Þorgrímur Þráinsson og Soffía Bjarnadóttir komust í hann krappann. 10. desember 2014 23:09 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Orðatiltækið allt er gott sem endar vel á hér vel við, en fimmmenningarnir Stefán Máni Sigþórsson, Þorgrímur Þráinsson, Jón Gnarr, Ingibjörg Reynisdóttir og Soffía Bjarnadóttir lentu í óförum á ferðalagi þeirra frá Reykjavík til Ólafsvíkur í gær. Vísir greindi frá hrakförum þeirra í gær eftir að þau höfnuðu utan vegar við félagsheimilið Breiðablik á sunnanverðu Snæfellsnesi og sátu þar föst þar til bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttarvél og dró þau upp á veginn aftur. Það var Ólafsvíkingurinn Stefán Máni Sigþórsson sem sat við stýrið þegar hann missti stjórn á bílnum. „Þetta var nú bara algjör martröð. Ég hef keyrt þessa leið ansi oft en hef aldrei lent í öðru eins. Það var alveg kolvitlaust veður,“ segir Stefán Máni, sem þó kveðst vera góður bílstjóri, þrátt fyrir óhappið. Rithöfundarnir fimm voru á bíl Þorgríms, Land Cruiser, og skiptust þeir Stefán og Þorgrímur á að aka bílnum, sem vissulega var á vetrardekkjum að sögn Stefáns. „Það var alls ekkert kæruleysi í gangi. En þetta voru stórkostlega slæmar aðstæður. Ég keyrði og Jón Gnarr var í farþegasætinu. Hann sá um að horfa á vegkantinn sín megin og segja mér hvort ég væri að fara út af eða hvort ég væri kominn of langt á meðan ég reyndi að sjá næstu stikur,“ segir hann. Þetta fríða föruneyti var á leið á upplestrarkvöld tíundu bekkinga í Grunnskóla Snæfellsnesbæjar sem haldið er árlega. „Maður leggur ýmislegt á sig til að mæta þangað. Þetta er árlegur upplestur, flottur og hátíðlegur og heilmikill viðburður fyrir vestan. Þannig að maður gerir auðvitað sitt besta til að mæta,“ segir Stefán. „Þetta var bara virkilega gaman.“ Eftir upplesturinn buðu foreldrar Stefáns Mána upp á dýrindis máltíð handa þeim öllum, en að sögn hans voru þau öll ansi þreytt eftir skakkaföllin. Þau héldu síðan heim á leið um miðnætti, en það var Þorgrímur sem ákvað þá að taka aksturinn í sínar hendur. Stefán segir Þorgrím þó vel hafa treyst sér fyrir stýrinu, þreytan hafi á þeim tímapunkti farið að segja til sín og hann ekki treyst sér sjálfur fyrir akstrinum. „Ég var ofboðslega þreyttur. Það er svo erfitt að keyra í skafrenningnum og svo stressandi þannig að ég var alveg búinn á því. En Þorgrímur var búinn að fá sína hvíld,“ segir Stefán sem segir heimferðina hafa gengið ljómandi vel. Þau hafi verið komin í bæinn í kringum þrjú í nótt. Myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan var tekið einungis nokkrum mínútum áður en þau fóru útaf. Innlegg frá Ingibjörg Reynisdóttir.
Tengdar fréttir Sátu föst í blindbyl í klukkutíma Rithöfundarnir Jón Gnarr, Ingibjörg Reynisdóttir, Stefán Máni, Þorgrímur Þráinsson og Soffía Bjarnadóttir komust í hann krappann. 10. desember 2014 23:09 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Sátu föst í blindbyl í klukkutíma Rithöfundarnir Jón Gnarr, Ingibjörg Reynisdóttir, Stefán Máni, Þorgrímur Þráinsson og Soffía Bjarnadóttir komust í hann krappann. 10. desember 2014 23:09