Staðfesta fangelsisdóm héraðsdóms fyrir þjófnað Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2014 18:09 Vísir/Getty Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um að 33 ára karlmaður fari í fangelsi í sex mánuði fyrir þjófnað. Maðurinn á langan sakaferil að baki og hefur margsinnis verið dæmdur fyrir þjófnaðarbrot, nytjastuld, brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og vegna brota á umferðalögum. Brotið framdi hann fyrir uppsögu dóms vegna umferðalagabrots og var refsingin af þeim sökum ákveðin sem hegningarauki. Málsvextir eru þeir að lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um hálftíma fyrir hádegi í ágúst í fyrra um mann í annarlegu ástandi sem hafði skömmu áður verið vísað út úr skóla í nágrenninu. Gekk hann um með nokkrar töskur og bakpoka og sást til hans fara inn í íbúð. Lögregluþjónar komu að íbúðinni en þeim var ekki svarað. Þá sáu þeir manninn liggja hreyfingarlausan á stofugólfi íbúðarinnar, sem var í eigu foreldra hans. Í dómnum segir að hann hafi legið þar „klyfjaður bakpokum og töskum“. Munir úr íbúðarhúsi sem hann hafði farið inn í fundust í töskunum. Þar var að finna lestölvu, leiðsögutæki, myndavél, fartölvu, flakkara, skrefamæli fjarstýringu, handfrjálsum símabúnaði, fimmtán heyrnatólum, silfurkúlu, vasaljósi og tólf pennum. Einnig stal hann hálsfestum, armböndum, úrum, eyrnalokkum, brjóstnælum og fleiri skartgripum ásamt skartgripaboxum og borðbúnaði úr silfri. Lyfseðli, líkamsræktarkorti, sundkorti, afsláttarkorti, pilluspjaldi, barmmerki frá Bleiku slaufunni, evrópsku sjúkratryggingarkorti, tveimur vegabréfum, alþjóðlegu ökuskírteini og ýmiskonar pappírum og kvittunum. Þar að auki stal hann öðrum rafbúnaði eins og snúrum og straumbreytum, ýmsum fötum, snyrtivörum, tvennum stökum hönskum, lyklakippum, DVD diskum, tveimur AA rafhlöðum, gleraugum, og peningum að fjárhæð 1.713 krónur og 1.175 dollurum auk fleiri hluta. Í dómnum segir að hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi og illa áttaður um stað og stund. Við yfirheyrslur bar maðurinn við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. Fyrir dómi játaði maðurinn allar sakagiftir skýlaust. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi og til þess að greiða rúmar 125 þúsund krónur í málskostnað. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um að 33 ára karlmaður fari í fangelsi í sex mánuði fyrir þjófnað. Maðurinn á langan sakaferil að baki og hefur margsinnis verið dæmdur fyrir þjófnaðarbrot, nytjastuld, brot gegn ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og vegna brota á umferðalögum. Brotið framdi hann fyrir uppsögu dóms vegna umferðalagabrots og var refsingin af þeim sökum ákveðin sem hegningarauki. Málsvextir eru þeir að lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um hálftíma fyrir hádegi í ágúst í fyrra um mann í annarlegu ástandi sem hafði skömmu áður verið vísað út úr skóla í nágrenninu. Gekk hann um með nokkrar töskur og bakpoka og sást til hans fara inn í íbúð. Lögregluþjónar komu að íbúðinni en þeim var ekki svarað. Þá sáu þeir manninn liggja hreyfingarlausan á stofugólfi íbúðarinnar, sem var í eigu foreldra hans. Í dómnum segir að hann hafi legið þar „klyfjaður bakpokum og töskum“. Munir úr íbúðarhúsi sem hann hafði farið inn í fundust í töskunum. Þar var að finna lestölvu, leiðsögutæki, myndavél, fartölvu, flakkara, skrefamæli fjarstýringu, handfrjálsum símabúnaði, fimmtán heyrnatólum, silfurkúlu, vasaljósi og tólf pennum. Einnig stal hann hálsfestum, armböndum, úrum, eyrnalokkum, brjóstnælum og fleiri skartgripum ásamt skartgripaboxum og borðbúnaði úr silfri. Lyfseðli, líkamsræktarkorti, sundkorti, afsláttarkorti, pilluspjaldi, barmmerki frá Bleiku slaufunni, evrópsku sjúkratryggingarkorti, tveimur vegabréfum, alþjóðlegu ökuskírteini og ýmiskonar pappírum og kvittunum. Þar að auki stal hann öðrum rafbúnaði eins og snúrum og straumbreytum, ýmsum fötum, snyrtivörum, tvennum stökum hönskum, lyklakippum, DVD diskum, tveimur AA rafhlöðum, gleraugum, og peningum að fjárhæð 1.713 krónur og 1.175 dollurum auk fleiri hluta. Í dómnum segir að hann hafi verið í mjög annarlegu ástandi og illa áttaður um stað og stund. Við yfirheyrslur bar maðurinn við minnisleysi vegna fíkniefnaneyslu. Fyrir dómi játaði maðurinn allar sakagiftir skýlaust. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða fangelsi og til þess að greiða rúmar 125 þúsund krónur í málskostnað.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira