Fleiri konur á endurhæfingarlífeyri Hanna Ólafsdóttir skrifar 28. október 2014 07:00 Geðraskanir á borð við þunglyndi eru algeng ástæða þess að fólk dettur af vinnumarkaði. vísir/GETTY Konur á aldrinum 18 til 35 ára eru langfjölmennasti hópur þeirra sem þiggja endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun. Þar eru konur tæplega helmingi fleiri en karlar í sama aldurshópi, eða 447 á móti 230 körlum í júlí síðastliðnum. Stoðkerfissjúkdómar og geðraskanir eru algengustu ástæðurnar fyrir því að einstaklingar fara á slíkar bætur en 410 einstaklingar þiggja endurhæfingarlífeyri vegna stoðkerfissjúkdóma og 631 vegna geðraskana. Til samanburðar var 91 einstaklingur á endurhæfingarlífeyri vegna krabbameins í júlí og 108 vegna áverka. Endurhæfingarlífeyrir er veittur þeim sem hafa misst starfsgetu af einhverjum ástæðum og ekki er ljóst hver starfshæfni er til frambúðar. Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans, segir niðurstöðurnar í takt við það sem gerist hjá öðrum vestrænum þjóðum.Svipaðar niðurstöður Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans, segir niðurstöðurnar svipaðar og hjá öðrum vestrænum þjóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Í þróuðum löndum veldur þunglyndi um það bil helmingi oftar örorku hjá konum heldur en körlum en á móti kemur að áfengis- og vímuefnaneysla er meiri hjá körlum.“ Hún segir algengar geðraskanir á borð við þunglyndi og kvíða oft valda vinnutapi snemma í ferlinu. „Það virðist vera á Vesturlöndum að þunglyndi og aðrar skyldar geðraskanir komi fram hjá heldur yngra fólki en til dæmis fyrir 50 árum. Fólk er að greinast yngra. Hvort fólk er orðið meðvitaðra og leiti sér fyrr hjálpar eða hvort einkennin eru að koma fram fyrr er ekki gott að segja.“ Samkvæmt Halldóru eru batahorfur hjá einstaklingum, sem eru greindir með geðraskanir, ágætar svo fremi að fólk fái viðeigandi meðferð. „Stundum er það hins vegar ekki heiglum hent á Íslandi að fá góða sannreynda meðferð við algengum geðröskunum. Hún er dálítið tilviljunarkennd. Til dæmis vantar heildstæðari stefnu hjá heilsugæslunni svo hægt sé að grípa snemma inn í þegar veikindi gera vart við sig og þá sérstaklega þegar kemur að sálfræðimeðferð.“ Árið 2010 tók lagabreyting gildi varðandi endurhæfingarlífeyri og varð meginreglan sú að reyna skal endurhæfingarúrræði til þrautar áður en ákvörðun er tekin um örorku. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Konur á aldrinum 18 til 35 ára eru langfjölmennasti hópur þeirra sem þiggja endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun. Þar eru konur tæplega helmingi fleiri en karlar í sama aldurshópi, eða 447 á móti 230 körlum í júlí síðastliðnum. Stoðkerfissjúkdómar og geðraskanir eru algengustu ástæðurnar fyrir því að einstaklingar fara á slíkar bætur en 410 einstaklingar þiggja endurhæfingarlífeyri vegna stoðkerfissjúkdóma og 631 vegna geðraskana. Til samanburðar var 91 einstaklingur á endurhæfingarlífeyri vegna krabbameins í júlí og 108 vegna áverka. Endurhæfingarlífeyrir er veittur þeim sem hafa misst starfsgetu af einhverjum ástæðum og ekki er ljóst hver starfshæfni er til frambúðar. Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans, segir niðurstöðurnar í takt við það sem gerist hjá öðrum vestrænum þjóðum.Svipaðar niðurstöður Halldóra Ólafsdóttir, yfirlæknir á geðsviði Landspítalans, segir niðurstöðurnar svipaðar og hjá öðrum vestrænum þjóðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN„Í þróuðum löndum veldur þunglyndi um það bil helmingi oftar örorku hjá konum heldur en körlum en á móti kemur að áfengis- og vímuefnaneysla er meiri hjá körlum.“ Hún segir algengar geðraskanir á borð við þunglyndi og kvíða oft valda vinnutapi snemma í ferlinu. „Það virðist vera á Vesturlöndum að þunglyndi og aðrar skyldar geðraskanir komi fram hjá heldur yngra fólki en til dæmis fyrir 50 árum. Fólk er að greinast yngra. Hvort fólk er orðið meðvitaðra og leiti sér fyrr hjálpar eða hvort einkennin eru að koma fram fyrr er ekki gott að segja.“ Samkvæmt Halldóru eru batahorfur hjá einstaklingum, sem eru greindir með geðraskanir, ágætar svo fremi að fólk fái viðeigandi meðferð. „Stundum er það hins vegar ekki heiglum hent á Íslandi að fá góða sannreynda meðferð við algengum geðröskunum. Hún er dálítið tilviljunarkennd. Til dæmis vantar heildstæðari stefnu hjá heilsugæslunni svo hægt sé að grípa snemma inn í þegar veikindi gera vart við sig og þá sérstaklega þegar kemur að sálfræðimeðferð.“ Árið 2010 tók lagabreyting gildi varðandi endurhæfingarlífeyri og varð meginreglan sú að reyna skal endurhæfingarúrræði til þrautar áður en ákvörðun er tekin um örorku.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira