„Þeir sem leggjast á börn hætta ekkert endilega eftir eitt barn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2014 20:00 Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir, ein kvennanna sem kærði, segist hafa verið barn að aldri þegar brotið var á henni. Hún segir orðróminn um kynferðisbrot mannins lengi hafa verið á vörum fólks en samfélagið í bænum hafi snúið blindu auga að gjörðum mannsins. Hrafnhildur segir alltaf rétta tímann til að segja frá, þó mál af þessum toga séu fyrnd. Málið vatt upp á sig þegar móðir Hrafnhildar og systir hennar tjáðu dætrum sínum að þær hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu bróður síns. Í kjölfarið á því máli kom í ljós að dætur þeirra sögðust einnig hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu annars manns í fjölskyldunni. Hrafnhildur hafði í rúm 20 ár burðast með leyndarmál sem hún sagði fyrst frá eftir símtal við móður sína í ársbyrjun 2013. „Þetta er náttúrulega búin að vera bara hræðileg sorg, fjölskyldan er algjörlega splundruð öll, og ekki bara út frá einu máli heldur út frá tveimur málum,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur, systur hennar tvær og frænka kærðu manninn sem hafði misnotað þær til lögreglu. Í kjölfarið á þessum kærum bárust tvær kærur til viðbótar. Mál Hrafnhildar, systra hennar og frænku eru fyrnd. Þrátt fyrir að Hrafnhildur hafi vitað að svo væri þegar hún lagði kæruna fram átti hún von á að sú ákvörðun myndi hafa meiri áhrif. „Það samfélag sem hann lifir í, á Þingeyri, það er eins og það snúi bara blindu auga að honum. Maðurinn fær bara að halda áfram sínu daglega lífi og hann gengur bara sáttur um. Barn hlaupandi upp stigann hjá honum og öllum finnst þetta eðlilegt. Ég var orðin svo reið vegna þess að hann gæti bara haldið áfram lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Ef þú kemur bara fram við einstaklinginn eins og hann hafi gert neitt rangt þá er það bara það sama og að samþykkja þetta,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að þó enginn vilji bera ábyrgð þá beri samfélagið allt ábyrgð í svona málum. Rætt er við Hrafnhildi og Maríu Rós Valgeirsdóttur, aðra af konunum sem lögðu fram kærur eftir að fyrstu fjóru kærurnar komu fram, í Íslandi í dag sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í upphafi ársins 2013 kærðu sex konur mann á Þingeyri fyrir kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað yfir langt tímabil. Hrafnhildur Ýr Rafnsdóttir, ein kvennanna sem kærði, segist hafa verið barn að aldri þegar brotið var á henni. Hún segir orðróminn um kynferðisbrot mannins lengi hafa verið á vörum fólks en samfélagið í bænum hafi snúið blindu auga að gjörðum mannsins. Hrafnhildur segir alltaf rétta tímann til að segja frá, þó mál af þessum toga séu fyrnd. Málið vatt upp á sig þegar móðir Hrafnhildar og systir hennar tjáðu dætrum sínum að þær hefðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu bróður síns. Í kjölfarið á því máli kom í ljós að dætur þeirra sögðust einnig hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun af hálfu annars manns í fjölskyldunni. Hrafnhildur hafði í rúm 20 ár burðast með leyndarmál sem hún sagði fyrst frá eftir símtal við móður sína í ársbyrjun 2013. „Þetta er náttúrulega búin að vera bara hræðileg sorg, fjölskyldan er algjörlega splundruð öll, og ekki bara út frá einu máli heldur út frá tveimur málum,“ segir Hrafnhildur. Hrafnhildur, systur hennar tvær og frænka kærðu manninn sem hafði misnotað þær til lögreglu. Í kjölfarið á þessum kærum bárust tvær kærur til viðbótar. Mál Hrafnhildar, systra hennar og frænku eru fyrnd. Þrátt fyrir að Hrafnhildur hafi vitað að svo væri þegar hún lagði kæruna fram átti hún von á að sú ákvörðun myndi hafa meiri áhrif. „Það samfélag sem hann lifir í, á Þingeyri, það er eins og það snúi bara blindu auga að honum. Maðurinn fær bara að halda áfram sínu daglega lífi og hann gengur bara sáttur um. Barn hlaupandi upp stigann hjá honum og öllum finnst þetta eðlilegt. Ég var orðin svo reið vegna þess að hann gæti bara haldið áfram lífinu eins og ekkert hefði í skorist. Ef þú kemur bara fram við einstaklinginn eins og hann hafi gert neitt rangt þá er það bara það sama og að samþykkja þetta,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að þó enginn vilji bera ábyrgð þá beri samfélagið allt ábyrgð í svona málum. Rætt er við Hrafnhildi og Maríu Rós Valgeirsdóttur, aðra af konunum sem lögðu fram kærur eftir að fyrstu fjóru kærurnar komu fram, í Íslandi í dag sem sjá má í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira