Atletico Madrid gefur ekkert eftir í toppbaráttunni á Spáni, en liðin er einu stigi á eftir toppliði Real eftir 4-2 sigur á Cordoba.
Antoine Griezmann kom Atletico yfir, en Nabhil Ghilas jafnaði. Griezmann var aftur á skotskónum og Mario Mandzukic og Raul Garcia bættu við sitthvoru markinu. Staðan orðin 4-1.
Nabil Ghilas minnkaði muninn með öðru marki sínu undir lok leiks og lokatölur 4-2.
Eftir sigurinn er Atletico einu stigi á eftir Real og einu stigi á undan Barcelona sem á þó leik til góða.
