Byggðasafnið græðir á fjölgun ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 20. apríl 2014 20:30 Vaxandi ferðamannastraumur hefur reynst happafengur fyrir menningarstofnanir víða um land. Þannig er Byggðasafnið á Skógum farið að skila tugmilljóna hagnaði en meginhluti gesta eru erlendir ferðamenn. Skógafoss er auðvitað helsta aðdráttaraflið á Skógum en ekki það eina. Því eftir að hafa skoðað fossinn fara ferðamennirnir gjarnan á Byggðasafnið. Á síðasta ári komu yfir 60 þúsund gestir að skoða safnið, frá áramótum eru þeir yfir 10 þúsund, að sögn Sverris Magnússonar, framkvæmdastjóra Byggðasafnsins á Skógum, sem segir stefna í 70-75 þúsund gesti á þessu ári.Gömlu torfhúsin eru meðal þess sem heillar erlendu ferðamennina mest.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonSafnið er orðinn stærsti vinnustaður undir Eyjafjöllum, með átta fasta starfsmenn yfir veturinn og tuttugu yfir sumartímann. Safnið fær ekki aðeins tekjur af aðgangseyri heldur einnig af verslun og veitingasölu og nú er svo komið að það hreinlega mokgræðir. Hagnaður á síðasta ári var um 20 milljónir króna og hann hefur undanfarin ár verið á bilinu 20-25 milljónir króna á ári, segir Sverrir í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Áttæringurinn Pétursey er einn merkasti gripur safnsins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Um 80 prósent gesta eru útlendingar. Vaxandi ferðamannastraumur þýðir bara ennþá meiri hagnað. Þórður Tómasson byggði upp safnið og þótt kominn sé á tíræðisaldur gegnir hann þar enn lykilhlutverki í að fræða gesti safnsins. Þeir Sverrir eru sammála um að einn merkasti safngripurinn sé áttæringurinn Pétursey.Þórður Tómasson safnvörður.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Safnið er hins vegar afar fjölbreytt og í mörgum deildum, eins og stærðar samgongusafn með allskyns tækjum og tólum, þar sem tæknibyltingu síðustu hundrað ára er lýst. „En þegar upp er staðið þá held ég að þessi gamli hluti, það er að segja byggðasafnið og gömlu torfhúsin, sé það sem heillar útlendingana mest,” segir Sverrir.Samgöngusafnið geymir sögu tæknivæðingar síðustu aldar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonSaga fyrsta bílsins sem ók yfir Sprengisand er sögð á safninu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. 15. apríl 2014 21:00 Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Vaxandi ferðamannastraumur hefur reynst happafengur fyrir menningarstofnanir víða um land. Þannig er Byggðasafnið á Skógum farið að skila tugmilljóna hagnaði en meginhluti gesta eru erlendir ferðamenn. Skógafoss er auðvitað helsta aðdráttaraflið á Skógum en ekki það eina. Því eftir að hafa skoðað fossinn fara ferðamennirnir gjarnan á Byggðasafnið. Á síðasta ári komu yfir 60 þúsund gestir að skoða safnið, frá áramótum eru þeir yfir 10 þúsund, að sögn Sverris Magnússonar, framkvæmdastjóra Byggðasafnsins á Skógum, sem segir stefna í 70-75 þúsund gesti á þessu ári.Gömlu torfhúsin eru meðal þess sem heillar erlendu ferðamennina mest.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonSafnið er orðinn stærsti vinnustaður undir Eyjafjöllum, með átta fasta starfsmenn yfir veturinn og tuttugu yfir sumartímann. Safnið fær ekki aðeins tekjur af aðgangseyri heldur einnig af verslun og veitingasölu og nú er svo komið að það hreinlega mokgræðir. Hagnaður á síðasta ári var um 20 milljónir króna og hann hefur undanfarin ár verið á bilinu 20-25 milljónir króna á ári, segir Sverrir í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Áttæringurinn Pétursey er einn merkasti gripur safnsins.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Um 80 prósent gesta eru útlendingar. Vaxandi ferðamannastraumur þýðir bara ennþá meiri hagnað. Þórður Tómasson byggði upp safnið og þótt kominn sé á tíræðisaldur gegnir hann þar enn lykilhlutverki í að fræða gesti safnsins. Þeir Sverrir eru sammála um að einn merkasti safngripurinn sé áttæringurinn Pétursey.Þórður Tómasson safnvörður.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Safnið er hins vegar afar fjölbreytt og í mörgum deildum, eins og stærðar samgongusafn með allskyns tækjum og tólum, þar sem tæknibyltingu síðustu hundrað ára er lýst. „En þegar upp er staðið þá held ég að þessi gamli hluti, það er að segja byggðasafnið og gömlu torfhúsin, sé það sem heillar útlendingana mest,” segir Sverrir.Samgöngusafnið geymir sögu tæknivæðingar síðustu aldar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell JónssonSaga fyrsta bílsins sem ók yfir Sprengisand er sögð á safninu.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45 Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. 15. apríl 2014 21:00 Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15
Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. 18. apríl 2014 19:45
Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. 15. apríl 2014 21:00
Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30