Anna faldi ástmann sinn í Paradísarhelli Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2014 21:00 Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum “Um land allt” í kvöld var fjallað um leiksýninguna og sannleiksgildi og staðhættir sögunnar kannaðir undir Eyjafjöllum. Sagan segir að Anna hafi falið ástmann sinn í Paradísarhelli en þar skammt frá, í félagsheimilinu Heimalandi, sýnir Leikfélag Austur-Eyfellinga þessa dagana leikgerð sögunnar um Önnu á Stóru-Borg; um ástir ríkrar konu og fátæks vinnumanns.Anna og Hjalti í Paradísarhelli. Jón Helgi Ingvarsson og Þórunn Ólafsdóttir í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bæjarstæði hinnar fornu Stóru-Borgar við ströndina er nú að mestu eytt af sjávarbrimi en Þórður Tómasson á Skógum segir okkur að ekki þurfi að efast um að Anna var til. „Anna á Stóru-Borg er raunveruleg persóna því það eru heimildir til um hana í skjölum sextándu aldar í sambandi við bæði hennar ástamál og svo fráfall Páls, bróður hennar, og erfðamál í sambandi við það,” segir Þórður.Bróðirinn Páll bregst reiður við þegar hann fréttir að systir sín sé barnshafandi og ákveður að drepa Hjalta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það var einmitt Páll bróðir hennar sem barðist gegn ástarsambandinu og ætlaði að drepa Hjalta en söguna um Hjalta í hellinum varðveittu Eyfellingar í munnmælum. „Gamla fólkið sagði þetta fullum fetum. Þeir sögðu mér, gömlu mennirnir, að Hjalti hefði búið í tvö ár í Paradísarhelli,” segir Þórður. Á Byggðasafninu á Skógum eru varðveittir munir frá Stóru-Borg, eins og barnsskór, sem Þórður telur ekki fjarstæðu að tengja við þau börn sem ástarsamband Önnu og Hjalta gat af sér. Þau Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson leika parið á sviðinu. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, leikur einnig í verkinu en þó ekki ástmanninn unga. Hann var spurður hvort sér fyndist ekki erfitt að sjá eiginkonuna fara upp í rúm með ungum pilti: „Það er ágætt að geta haft auga með því,” svaraði hann hlæjandi.Þórður Tómasson á Skógum með barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ástarsaga sem fylgt hefur Eyfellingum mann fram af manni í fimmhundruð ár, sagan um Önnu á Stóru-Borg, vinnumanninn Hjalta og Paradísarhelli, hefur nú í fyrsta sinn verið færð upp á svið. Í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum “Um land allt” í kvöld var fjallað um leiksýninguna og sannleiksgildi og staðhættir sögunnar kannaðir undir Eyjafjöllum. Sagan segir að Anna hafi falið ástmann sinn í Paradísarhelli en þar skammt frá, í félagsheimilinu Heimalandi, sýnir Leikfélag Austur-Eyfellinga þessa dagana leikgerð sögunnar um Önnu á Stóru-Borg; um ástir ríkrar konu og fátæks vinnumanns.Anna og Hjalti í Paradísarhelli. Jón Helgi Ingvarsson og Þórunn Ólafsdóttir í hlutverkum sínum.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bæjarstæði hinnar fornu Stóru-Borgar við ströndina er nú að mestu eytt af sjávarbrimi en Þórður Tómasson á Skógum segir okkur að ekki þurfi að efast um að Anna var til. „Anna á Stóru-Borg er raunveruleg persóna því það eru heimildir til um hana í skjölum sextándu aldar í sambandi við bæði hennar ástamál og svo fráfall Páls, bróður hennar, og erfðamál í sambandi við það,” segir Þórður.Bróðirinn Páll bregst reiður við þegar hann fréttir að systir sín sé barnshafandi og ákveður að drepa Hjalta.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Það var einmitt Páll bróðir hennar sem barðist gegn ástarsambandinu og ætlaði að drepa Hjalta en söguna um Hjalta í hellinum varðveittu Eyfellingar í munnmælum. „Gamla fólkið sagði þetta fullum fetum. Þeir sögðu mér, gömlu mennirnir, að Hjalti hefði búið í tvö ár í Paradísarhelli,” segir Þórður. Á Byggðasafninu á Skógum eru varðveittir munir frá Stóru-Borg, eins og barnsskór, sem Þórður telur ekki fjarstæðu að tengja við þau börn sem ástarsamband Önnu og Hjalta gat af sér. Þau Þórunn Ólafsdóttir og Jón Helgi Ingvarsson leika parið á sviðinu. Eiginmaður Þórunnar, Jón Sigurðsson, leikur einnig í verkinu en þó ekki ástmanninn unga. Hann var spurður hvort sér fyndist ekki erfitt að sjá eiginkonuna fara upp í rúm með ungum pilti: „Það er ágætt að geta haft auga með því,” svaraði hann hlæjandi.Þórður Tómasson á Skógum með barnsskó sem fannst á Stóru-Borg. Eitt af börnum Önnu og Hjalta gæti hafa átt skóinn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Leikhús Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þegar Anna á Stóru-Borg tók 15 árum yngri pilt upp í rúm Eitt frægasta ástarævintýri Íslandssögunnar, sagan um þau Önnu á Stóru-Borg og fátæka smalapiltinn Hjalta, verður bakgrunnur þáttarins "Um land allt“ á Stöð 2 á morgun, þriðjudagskvöld. 14. apríl 2014 16:30