Einelti kennara í Grindavík: Nemendur hættir að mæta í skólann Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. apríl 2014 19:03 Kennari í Grunnskóla Grindavíkur sem gefið er að sök að hafa lagt nemendur sína í einelti er enn við störf í skólanum. Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Í öðru tilvikinu komust þeir að þeirri niðurstöðu að um staðfest einelti væri að ræða en í hinu var hegðun kennarans talin ámælisverð. Kennarinn er sakaður um að hafa niðurlægt viðkomandi nemendur ítrekað í kennslustofu fyrir framan samnemendur þeirra. Samnemendurnir tilkynntu eineltistilburði kennarans til umsjónakennara auk þess að senda tilkynningu í gegnum heimasíðu skólans. „Kennarinn hefur starfað við skólann í um þrjá áratugi. Deildarstjórinn er eiginkona hans og aðstoðarskólastjóri góðvinkona hans til margra ára. Þessi tengsl gætu skýrt þessa þöggun sem er að eiga sér stað auk annarra tengsla inni í stjórnkerfi bæjarins," segir móðir þess barns sem orðið hefur fyrir staðfestu einelti að mati sálfræðings. Kennaranum var vikið tímabundið frá störfum á meðan fyrra málið var tekið til skoðunar hjá fagaðilum í desember síðastliðnum. Kennarinn tók aftur til starfa í byrjun mars á meðan hitt eineltistilfellið var til skoðunar. Hóf hann meðal annars kennslu á nýjan leik í bekk þess nemanda. Þó hafði skýrsla sálfræðings staðfest ámælisverða hegðun og ofbeldi gagnvart nemandanum. Nemendur hætta í skólanum Foreldrar nemendanna, sem hvorki vilja láta nafns síns né barna sinna getið, telja að um þöggun sé að ræða. Börn þeirra hafa ekki mætt í skólann þar sem kennarinn er enn við störf. Nemandinn sem varð fyrir staðfestu einelti er kominn í annan skóla. Hinn nemandinn, sem varð fyrir ámælisverðri hegðun af hendi kennarans, er kominn í einkakennslu ásamt öðrum nemanda sem treystir sér ekki að sækja kennslustundir viðkomandi nemenda. Einkakennslan er í formi sjúkrakennslu á skólaskrifstofu, tíu kennslustundir í viku. „Grindavík er okkar bær. Hér hefur okkur liðið vel enda yfirleitt mjög gott fólk. Það er hinsvegar mjög erfitt að búa hér við þessar aðstæður. Það verður eitthvað að gerast. það gengur ekki að börn eigi á hættu að verða fyrir ofbeldi í grunnskólanum,“ segir móðir annars barnsins. Hún bendir á að engin viðbragðsáætlun hafi verið til er mál barns síns hafi komið upp í október 2013. Þá hafi skólayfirvöld haft snöggar hendur og komið henni á koppinn í nóvember.Óheppinn að velja barnið mitt„Hann var bara svo óheppinn að velja barnið mitt. Hann hefur alltaf komist upp með að velja börn sem minna mega sína. Það fær ekki að viðgangast lengur,“ segir móðirin. Hún segir ómögulegt að skólinn standi ekki öllum nemendum opinn eins og staðan sé í dag. „Kennsla utan skóla ýtir undir félagslega einangrun og þá tilfinningu að þau séu vandamálið en ekki kennarinn," segir móðirin. Hún minnir á að í skýrslunum komi fram að kvartanir nemendanna tveggja hafi verið réttmætar.Eldri nemendur stíga fram Nemendur frá fyrri tíð hafa stigið fram og sagt frá andlegu ofbeldi af hendi sama kennara. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. Mál þetta er annað eineltismálið sem kemur upp í skólanum á stuttum tíma. Fyrrverandi skólastjóri í skólanum var sakaður um að hafa lagt kennara í einelti. Þrír sálfræðingar skoðuðu málið sem DV fjallaði um á sínum tíma. Staðfestu þeir að um einelti hefði verið að ræða. Einelti virðist vera nokkuð stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur ef marka má niðurstöður viðhorfskannana nemenda, foreldra og starfsfólks skólans skólaárið 2012-2013. Þar kemur fram að ánægja foreldra með eineltisáætlun skólans hafi verið 53,2% á sama tíma og landsmeðaltal sé 79,3%. Sömuleiðis töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðalið eða 18,9% á móti 9,3%. Hvorki Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, né Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Viðkomandi kennari vill heldur ekkert láta hafa eftir sér um málið. Tengdar fréttir Kennari lagður í einelti af skólastjóra Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Bærinn dæmdur til greiðslu miskabóta. 6. desember 2013 15:23 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Kennari í Grunnskóla Grindavíkur sem gefið er að sök að hafa lagt nemendur sína í einelti er enn við störf í skólanum. Tvær formlegar kvartanir hafa borist skólayfirvöldum vegna kennarans og hafa þær verið til rannsóknar hjá sálfræðingum. Í öðru tilvikinu komust þeir að þeirri niðurstöðu að um staðfest einelti væri að ræða en í hinu var hegðun kennarans talin ámælisverð. Kennarinn er sakaður um að hafa niðurlægt viðkomandi nemendur ítrekað í kennslustofu fyrir framan samnemendur þeirra. Samnemendurnir tilkynntu eineltistilburði kennarans til umsjónakennara auk þess að senda tilkynningu í gegnum heimasíðu skólans. „Kennarinn hefur starfað við skólann í um þrjá áratugi. Deildarstjórinn er eiginkona hans og aðstoðarskólastjóri góðvinkona hans til margra ára. Þessi tengsl gætu skýrt þessa þöggun sem er að eiga sér stað auk annarra tengsla inni í stjórnkerfi bæjarins," segir móðir þess barns sem orðið hefur fyrir staðfestu einelti að mati sálfræðings. Kennaranum var vikið tímabundið frá störfum á meðan fyrra málið var tekið til skoðunar hjá fagaðilum í desember síðastliðnum. Kennarinn tók aftur til starfa í byrjun mars á meðan hitt eineltistilfellið var til skoðunar. Hóf hann meðal annars kennslu á nýjan leik í bekk þess nemanda. Þó hafði skýrsla sálfræðings staðfest ámælisverða hegðun og ofbeldi gagnvart nemandanum. Nemendur hætta í skólanum Foreldrar nemendanna, sem hvorki vilja láta nafns síns né barna sinna getið, telja að um þöggun sé að ræða. Börn þeirra hafa ekki mætt í skólann þar sem kennarinn er enn við störf. Nemandinn sem varð fyrir staðfestu einelti er kominn í annan skóla. Hinn nemandinn, sem varð fyrir ámælisverðri hegðun af hendi kennarans, er kominn í einkakennslu ásamt öðrum nemanda sem treystir sér ekki að sækja kennslustundir viðkomandi nemenda. Einkakennslan er í formi sjúkrakennslu á skólaskrifstofu, tíu kennslustundir í viku. „Grindavík er okkar bær. Hér hefur okkur liðið vel enda yfirleitt mjög gott fólk. Það er hinsvegar mjög erfitt að búa hér við þessar aðstæður. Það verður eitthvað að gerast. það gengur ekki að börn eigi á hættu að verða fyrir ofbeldi í grunnskólanum,“ segir móðir annars barnsins. Hún bendir á að engin viðbragðsáætlun hafi verið til er mál barns síns hafi komið upp í október 2013. Þá hafi skólayfirvöld haft snöggar hendur og komið henni á koppinn í nóvember.Óheppinn að velja barnið mitt„Hann var bara svo óheppinn að velja barnið mitt. Hann hefur alltaf komist upp með að velja börn sem minna mega sína. Það fær ekki að viðgangast lengur,“ segir móðirin. Hún segir ómögulegt að skólinn standi ekki öllum nemendum opinn eins og staðan sé í dag. „Kennsla utan skóla ýtir undir félagslega einangrun og þá tilfinningu að þau séu vandamálið en ekki kennarinn," segir móðirin. Hún minnir á að í skýrslunum komi fram að kvartanir nemendanna tveggja hafi verið réttmætar.Eldri nemendur stíga fram Nemendur frá fyrri tíð hafa stigið fram og sagt frá andlegu ofbeldi af hendi sama kennara. Fimmtán nemendur hafa skrifað undir harðorða yfirlýsingu til bæjaryfirvalda þar sem minnst sé á einelti, ofbeldi og þöggun frá fyrri tíð. Mál þetta er annað eineltismálið sem kemur upp í skólanum á stuttum tíma. Fyrrverandi skólastjóri í skólanum var sakaður um að hafa lagt kennara í einelti. Þrír sálfræðingar skoðuðu málið sem DV fjallaði um á sínum tíma. Staðfestu þeir að um einelti hefði verið að ræða. Einelti virðist vera nokkuð stórt vandamál í Grunnskóla Grindavíkur ef marka má niðurstöður viðhorfskannana nemenda, foreldra og starfsfólks skólans skólaárið 2012-2013. Þar kemur fram að ánægja foreldra með eineltisáætlun skólans hafi verið 53,2% á sama tíma og landsmeðaltal sé 79,3%. Sömuleiðis töldu foreldrar í skólanum umfang eineltis tvöfalt meira en landsmeðalið eða 18,9% á móti 9,3%. Hvorki Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, né Halldóra K. Magnúsdóttir, skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Viðkomandi kennari vill heldur ekkert láta hafa eftir sér um málið.
Tengdar fréttir Kennari lagður í einelti af skólastjóra Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Bærinn dæmdur til greiðslu miskabóta. 6. desember 2013 15:23 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Kennari lagður í einelti af skólastjóra Páll Leó Pálsson, fyrrverandi skólastjóri í Grunnskóla Grindavíkur, lagði kennara í skólanum í einelti. Bærinn dæmdur til greiðslu miskabóta. 6. desember 2013 15:23