Alfreð Finnbogason spilaði í 80 mínútur þegarReal Sociedad og Levante skildu jöfn í spænska boltanum í dag.
Sergio Canales kom Sociedad yfir með góðu skoti eftir 48. mínútur, en Andreas Ivanschitz jafnaði metin í uppbótartíma úr vítaspyrnu.
Alfreð spilaði í 80 mínútur, en fjórum mínútum áður en honum var skipt af velli nældi hann sér í gult spjald.
Real Sociedad og Levante eru í fjórtánda og fimmtánda sæti bæði með fimmtán stig.
Grátlegt jafntefli Sociedad
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið






Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs
Enski boltinn


Aurier í bann vegna lifrarbólgu
Fótbolti

Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið
Íslenski boltinn
