Persónuvernd óskar skýringa á því að skýrsla lögreglunnar um mótmæli í Reykjavík á árunum 2008 til 2011 rataði „í hendur óviðkomandi aðila“ með persónugreinanlegum upplýsingum.
Lesa má nöfn lögreglumanna og óbreyttra borgara sem áttu að vera yfirskyggð í þeirri útgáfu skýrslunnar sem send var fjölmiðlum. Lögreglan hefur beðist afsökunar.
Persónuvernd segist þó enn ekki hafa fengið formlega kvörtun frá einhverjum hinna nefndu einstaklinga.
Lögregla svari fyrir nafnaleka
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
