Snjóskaflar þrefalda aksturstíma að gosi Kristján Már Unnarsson skrifar 29. október 2014 12:30 Akstur á jeppum sem í september tók 3 klukkustundir tekur nú 8-9 klukkustundir. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Aðstæður til að komast akandi úr byggð að eldsstöðinni í Holuhrauni hafa hríðversnað eftir því sem bætir í snjó á hálendinu. Ferðalag sem áður tók þrjá tíma tekur nú átta til níu tíma. Það eru fyrst og fremst vísindamenn og lögreglumenn sem verið hafa á gosstöðvunum undanfarnar vikur og er ekki vitað til þess að neinir fjölmiðlamenn hafi verið á svæðinu síðustu þrjár vikur. Almannavarnir hertu mjög aðgangstakmarkanir með nýjum reglum fyrir tólf dögum og gáfu engin leyfi út til fjölmiðlamanna í tvær vikur á undan meðan reglurnar voru í smíðum. Og jafnvel þótt menn fái leyfi verður sífellt erfiðara að komast akandi á sérbúnum jeppum á svæðið, sem er í um sjö hundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir fáu sem fá leyfi verða allir að aka um Möðrudal á Fjöllum og fara um sérstaka lokunarstöð í svokallaðri Krepputungu. Á fyrstu vikum eldgossins, áður en fór að snjóa á hálendinu, tók það um þrjár klukkustundir að aka frá Möðrudal að Holuhrauni, en fyrir tveimur vikum fór færið að þyngjast. Fjórir starfsmenn Jarðvísindastofnunar, sem lögðu af stað um sexleytið í gærkvöldi frá Möðrudal, voru ekki komnir í Drekaskála fyrr en um eittleytið í nótt og voru því um sjö tíma á leiðinni. Þaðan eiga þeir svo eftir að aka að eldsstöðinni, og það er einnig orðið seinfarnara. Lögreglumenn sem óku í gær milli Holuhrauns og Dreka voru um einn og hálfan tíma á þeirri leið, en áður en fór að snjóa var þetta um hálftíma akstur. Snjónum var lýst þannig að hann væri ekki nægilega blautur til að troðast niður og því myndaðist ekki troðin vegslóð. Þetta er því orðinn milli 8 og 9 klukkustunda leiðangur úr byggð að eldstöðinni, ferð sem áður tók um þrjá tíma. Menn horfa þó til þess möguleika að það bæti enn í snjóinn svo að fært verði á vélsleðum, sem myndi væntanlega stytta ferðatímann á ný. Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Aðstæður til að komast akandi úr byggð að eldsstöðinni í Holuhrauni hafa hríðversnað eftir því sem bætir í snjó á hálendinu. Ferðalag sem áður tók þrjá tíma tekur nú átta til níu tíma. Það eru fyrst og fremst vísindamenn og lögreglumenn sem verið hafa á gosstöðvunum undanfarnar vikur og er ekki vitað til þess að neinir fjölmiðlamenn hafi verið á svæðinu síðustu þrjár vikur. Almannavarnir hertu mjög aðgangstakmarkanir með nýjum reglum fyrir tólf dögum og gáfu engin leyfi út til fjölmiðlamanna í tvær vikur á undan meðan reglurnar voru í smíðum. Og jafnvel þótt menn fái leyfi verður sífellt erfiðara að komast akandi á sérbúnum jeppum á svæðið, sem er í um sjö hundruð metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir fáu sem fá leyfi verða allir að aka um Möðrudal á Fjöllum og fara um sérstaka lokunarstöð í svokallaðri Krepputungu. Á fyrstu vikum eldgossins, áður en fór að snjóa á hálendinu, tók það um þrjár klukkustundir að aka frá Möðrudal að Holuhrauni, en fyrir tveimur vikum fór færið að þyngjast. Fjórir starfsmenn Jarðvísindastofnunar, sem lögðu af stað um sexleytið í gærkvöldi frá Möðrudal, voru ekki komnir í Drekaskála fyrr en um eittleytið í nótt og voru því um sjö tíma á leiðinni. Þaðan eiga þeir svo eftir að aka að eldsstöðinni, og það er einnig orðið seinfarnara. Lögreglumenn sem óku í gær milli Holuhrauns og Dreka voru um einn og hálfan tíma á þeirri leið, en áður en fór að snjóa var þetta um hálftíma akstur. Snjónum var lýst þannig að hann væri ekki nægilega blautur til að troðast niður og því myndaðist ekki troðin vegslóð. Þetta er því orðinn milli 8 og 9 klukkustunda leiðangur úr byggð að eldstöðinni, ferð sem áður tók um þrjá tíma. Menn horfa þó til þess möguleika að það bæti enn í snjóinn svo að fært verði á vélsleðum, sem myndi væntanlega stytta ferðatímann á ný.
Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira