Real Madrid vann í kvöld öruggan 4-1 sigur á spænska C-deildarliðinu Cornella í spænsku bikarkeppninni.
Raphael Varane skoraði tvívegis fyrir Madrídinga og þeir Javier Hernandez og Marcelo eitt hvor. Þetta var fyrri viðureign liðanna í fjórðu umferð.
Real vann í kvöld sinn tíunda sigur í röð í öllum keppnum en margir lykilmenn voru hvíldir í kvöld, til að mynda Cristiano Ronaldo, Toni Kroos og Luka Modric.
Auðvelt hjá Real Madrid
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum
Enski boltinn

Wirtz strax kominn á hættusvæði
Enski boltinn



Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá
Enski boltinn

