Mynduðu varnargarð með bílum sínum utan um slasaðan hund Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. október 2014 16:29 Atburðurinn hafði áhrif á Kristinn sem þekkir það af eigin raun að missa hundinn sinn. Myndir/Kristinn Kristinn Bjarnason varð djúpt snortinn þarsíðustu helgi af umhyggjusemi vegfarenda þar sem hann keyrði framhjá slysstað við afleggjarann að Hafravatni. „Ég tók eftir því hvað það hafði mörgum bílum verið lagt út í kant þannig að við hægðum á okkur,“ segir Kristinn sem var farþegi í bílnum en í bílstjórasætinu var barnsmóðir hans. „Þegar við komum nær þá tók ég eftir því að margir bílanna höfðu lagt þannig að þeir mynduðu skjól á götunni. Ég hélt að það hefði orðið alvarlegt slys á fólki miðað við umstangið.“ Hann segist síðan hafa tekið eftir því að fjórar manneskjur krupu yfir hundi sem hann grunar að hafi verið dauður, allavega talsvert slasaður. Fólkið vafði hundinn í teppi en Kristinn segir hann hafa verið í stærri kantinum, hefði mögulega getað verið stór labrador. „Mér fannst svolítið magnað að sjá þetta og þetta snart mig af því að ég átti sjálfur hund í níu ár sem ég missti fyrir ári síðan,“ útskýrir Kristinn. En það var ekki vegna umferðarslyss. „Nei hann dó úr elli,“ útskýrir Kristinn. „Hann var í raun og veru skugginn minn og besti vinur í níu ár.“ Hundurinn fékk síðan gigt og segist Kristinn ekki hafa getað horft upp á hann þjást og því hafi honum verið lógað.Alltof oft sem fólk vanrækir siðferðislega skyldu um að hlú að dýrum Af þessum sökum fannst Kristni hann knúinn til að hafa orð á atburðinum. Alltof algengt sé að fólk vanræki þessa siðferðilegu skyldu að hugsa um dýrin og keyri bara framhjá. „Mér fannst þetta mjög fallegt og mikilvægt að hafa orð á þessu.“ Kristinn sagði söguna á Facebook en hann vonast til þess að fá frekari upplýsingar um málið. Mikilvægt sé að umræða skapist um viðbrögð sem þessi þar sem það sé mikilvægt að aðstoða dýr sem hafa lent í slíku óhappi, hvort sem um hunda eða ketti eða eitthvert allt annað dýr sé að ræða. Einnig sé mikilvægt að fjarlægja dýrshræ verði fólk þeirra vart á götum úti. Kristinn segir atvikið sem um ræðir hafa átt sér stað milli þrjú og fjögur laugardaginn 11. október síðastliðinn. Þeir sem vita meira um atvikið eru hvattir til að hafa samband á ritstjorn@visir.is. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Kristinn Bjarnason varð djúpt snortinn þarsíðustu helgi af umhyggjusemi vegfarenda þar sem hann keyrði framhjá slysstað við afleggjarann að Hafravatni. „Ég tók eftir því hvað það hafði mörgum bílum verið lagt út í kant þannig að við hægðum á okkur,“ segir Kristinn sem var farþegi í bílnum en í bílstjórasætinu var barnsmóðir hans. „Þegar við komum nær þá tók ég eftir því að margir bílanna höfðu lagt þannig að þeir mynduðu skjól á götunni. Ég hélt að það hefði orðið alvarlegt slys á fólki miðað við umstangið.“ Hann segist síðan hafa tekið eftir því að fjórar manneskjur krupu yfir hundi sem hann grunar að hafi verið dauður, allavega talsvert slasaður. Fólkið vafði hundinn í teppi en Kristinn segir hann hafa verið í stærri kantinum, hefði mögulega getað verið stór labrador. „Mér fannst svolítið magnað að sjá þetta og þetta snart mig af því að ég átti sjálfur hund í níu ár sem ég missti fyrir ári síðan,“ útskýrir Kristinn. En það var ekki vegna umferðarslyss. „Nei hann dó úr elli,“ útskýrir Kristinn. „Hann var í raun og veru skugginn minn og besti vinur í níu ár.“ Hundurinn fékk síðan gigt og segist Kristinn ekki hafa getað horft upp á hann þjást og því hafi honum verið lógað.Alltof oft sem fólk vanrækir siðferðislega skyldu um að hlú að dýrum Af þessum sökum fannst Kristni hann knúinn til að hafa orð á atburðinum. Alltof algengt sé að fólk vanræki þessa siðferðilegu skyldu að hugsa um dýrin og keyri bara framhjá. „Mér fannst þetta mjög fallegt og mikilvægt að hafa orð á þessu.“ Kristinn sagði söguna á Facebook en hann vonast til þess að fá frekari upplýsingar um málið. Mikilvægt sé að umræða skapist um viðbrögð sem þessi þar sem það sé mikilvægt að aðstoða dýr sem hafa lent í slíku óhappi, hvort sem um hunda eða ketti eða eitthvert allt annað dýr sé að ræða. Einnig sé mikilvægt að fjarlægja dýrshræ verði fólk þeirra vart á götum úti. Kristinn segir atvikið sem um ræðir hafa átt sér stað milli þrjú og fjögur laugardaginn 11. október síðastliðinn. Þeir sem vita meira um atvikið eru hvattir til að hafa samband á ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira