Erlent

Sala á kannabis hugsanlega leyfð í New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
New York ríki hefur ráðgert að leyfa neyslu kannabisefna í litlu mæli.
New York ríki hefur ráðgert að leyfa neyslu kannabisefna í litlu mæli. mynd / samsett.
New York ríki hefur ráðgert að leyfa neyslu kannabisefna í litlu mæli fyrir þá sem eiga við alvarlega veikindi að stríða en þetta kemur fram í erlendum miðlum.

Ef af verður mun New York feta í fótspor tuttugu annarra ríkja í Bandaríkjunum varðandi neyslu kannabisefna.

Löggjafarþing Colorado samþykkti á dögunum lög þess efnis að löglegt sé að selja og kaupa kannabisefni. 

Washingtonríki hefur einnig sett sambærileg lög og taka þau gildi um mitt árið 2014.

Væntanleg lög í New York verða töluvert harðari en annarsstaðar í Bandaríkjunum en leyfilegt verður að kaupa kannabisefni á tuttugu spítölum og aðeins fyrir sjúklinga sem eiga við erfiða sjúkdóma að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×