"Áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. maí 2014 20:00 „Þetta eru merkilegustu kosningaúrslit í 100 ár,“ sagði leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eftir sögulegan sigur í kosningum til Evrópuþingsins í gær. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víða kosningasigra. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu og öfga hægriflokkar unnu víða sigur í kosningum til Evrópuþingsins sem lauk í gær. Í Bretlandi urðu söguleg úrslit þegar breski sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 27% og er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn hlýtur flest atkvæði í kosningunum. „Alþýðuher UKIP hefur talað og framkallað ein merkilegustu úrslit sem sést hafa í breskum stjórnmálum í hundrað ár, og ég er stoltur af að hafa leitt hann til þess,“ sagði Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins. Kosningaþátttaka var um 43% og jókst lítillega á milli kosninga. Talið er að andstæðingar ESB hafi fengið um 130 sæti á Evrópuþinginu en alls sitja 766 á Evrópuþinginu. Helstu tíðindin komu frá Frakklandi þar sem Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann sigur og fékk fjórðung atkvæða. „Fólkið okkar vill eina pólitík, pólitík Frakka fyrir Frakka með Frökkum,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.Varhugaverð þróunBaldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að þættir líkt og efnahagskreppan, andstaða við nánari efnahagssamruna, innflytjendamál, vantrú á stjórnmálastéttinni og innanríkismál í nokkrum ríkjum skýri niðurstöður kosninganna. „Þetta er að ákveðnu leyti áfall fyrir Evrópusamrunann og ekki síður áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu sem hefur ekki tiltrúi tiltekins hóps kjósenda,“ segir Baldur. Hann telur úrslitin varhugaverð. „Þetta er ekkert Pollapönk. Þessi hægri öfgaflokkar - þeir boða ekki frjálslyndi. Þeir boða íhaldssöm gildi og eru ekki að leggja áherslu á aukin mannréttindi og lýðréttindi þegnanna. Þeir vilja jafnvel draga úr mannréttindum samkynhneigðra og réttindum innflytjenda. Þetta er varhugaverð þróun.“ Tengdar fréttir Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
„Þetta eru merkilegustu kosningaúrslit í 100 ár,“ sagði leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eftir sögulegan sigur í kosningum til Evrópuþingsins í gær. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víða kosningasigra. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu og öfga hægriflokkar unnu víða sigur í kosningum til Evrópuþingsins sem lauk í gær. Í Bretlandi urðu söguleg úrslit þegar breski sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 27% og er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn hlýtur flest atkvæði í kosningunum. „Alþýðuher UKIP hefur talað og framkallað ein merkilegustu úrslit sem sést hafa í breskum stjórnmálum í hundrað ár, og ég er stoltur af að hafa leitt hann til þess,“ sagði Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins. Kosningaþátttaka var um 43% og jókst lítillega á milli kosninga. Talið er að andstæðingar ESB hafi fengið um 130 sæti á Evrópuþinginu en alls sitja 766 á Evrópuþinginu. Helstu tíðindin komu frá Frakklandi þar sem Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann sigur og fékk fjórðung atkvæða. „Fólkið okkar vill eina pólitík, pólitík Frakka fyrir Frakka með Frökkum,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.Varhugaverð þróunBaldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að þættir líkt og efnahagskreppan, andstaða við nánari efnahagssamruna, innflytjendamál, vantrú á stjórnmálastéttinni og innanríkismál í nokkrum ríkjum skýri niðurstöður kosninganna. „Þetta er að ákveðnu leyti áfall fyrir Evrópusamrunann og ekki síður áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu sem hefur ekki tiltrúi tiltekins hóps kjósenda,“ segir Baldur. Hann telur úrslitin varhugaverð. „Þetta er ekkert Pollapönk. Þessi hægri öfgaflokkar - þeir boða ekki frjálslyndi. Þeir boða íhaldssöm gildi og eru ekki að leggja áherslu á aukin mannréttindi og lýðréttindi þegnanna. Þeir vilja jafnvel draga úr mannréttindum samkynhneigðra og réttindum innflytjenda. Þetta er varhugaverð þróun.“
Tengdar fréttir Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33