Markasúpa Ronaldo og félaga | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 12:30 Óhætt er að segja að spænska stórliðið Real Madrid hafi farið á kostum í undanförnum leikjum. Í gær unnu Evrópumeistararnir Rayo Vallecano 5-1 á heimavelli, en liðið hefur nú unnið 13 leiki í röð í öllum keppnum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig átta. Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér að ofan. Alls hefur Real Madrid skorað 42 mörk í 11 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í vetur, en rúm 60 ár eru síðan lið var komið með svo mörg mörk eftir 11 deildarleiki. Það gerðist síðast tímabilið 1950-51. Þá skoraði Real Madrid einnig 42 mörk í fyrstu 11 leikjunum, en heldur hægðist á markaskorinu eftir það. Real skoraði alls 80 mörk í 30 leikjum tímabilið 1950-51, en endaði samt í 9. sæti af 16 liðum. Athletic Bilbao á metið yfir flest mörk eftir 11 leiki í efstu deild á Spáni, en tímabilið 1930-31 skoruðu Baskarnir 49 mörk í fyrstu 11 umferðunum. Athletic skoraði alls 73 mörk það tímabil, í 18 leikjum, sem gera 4,1 mark að meðaltali í leik.Flest mörk eftir 11 umferðir í La Liga: Athletic Bilbao (1930-31) - 49 Sevilla (1940-41) - 46 Real Madrid (1950-51) - 42 Real Madrid (2014-15) - 42 Barcelona (1950-51) - 41Ronaldo og Benzema fagna marki í gær.Vísir/GettyCristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid í deildinni til þessa, en Portúgalinn ótrúlegi er búinn að skora 18 mörk í aðeins tíu leikjum, sem gera tæplega tvö mörk að meðaltali í leik. Ronaldo skoraði fimmta og síðasta mark Real gegn Rayo Vallecano í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 10 deildarleikjum í röð. Karim Benzema kemur næstur með sex mörk, en hann skoraði eitt gegn Rayo Vallecano í gær og komst þar með upp í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn Real Madrid frá upphafi. Frakkinn hefur nú skorað 122 mörk, en í gær fór hann fram úr Gonzalo Higuaín og Juanito á markalistanum. Benzema þarf þrjú mörk til að komast yfir næsta mann á listanum, Pahiño, sem skoraði 124 mörk fyrir Real á árunum 1948-1953.Þessir hafa skorað mörkin 42 fyrir Real Madrid í La Liga á tímabilinu: Cristiano Ronaldo - 18 Karim Benzema - 6 Gareth Bale - 5 James Rodríguez - 4 Javier Hernández - 3 Sergio Ramos - 2 Isco - 1 Pepe - 1 Luka Modric - 1 Toni Kroos - 1 Spænski boltinn Tengdar fréttir Þrettándi sigur Real í röð Ótrúleg sigurganga Real Madrid heldur áfram. 8. nóvember 2014 00:01 Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30 Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07 Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Óhætt er að segja að spænska stórliðið Real Madrid hafi farið á kostum í undanförnum leikjum. Í gær unnu Evrópumeistararnir Rayo Vallecano 5-1 á heimavelli, en liðið hefur nú unnið 13 leiki í röð í öllum keppnum, skorað 52 mörk og aðeins fengið á sig átta. Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér að ofan. Alls hefur Real Madrid skorað 42 mörk í 11 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni í vetur, en rúm 60 ár eru síðan lið var komið með svo mörg mörk eftir 11 deildarleiki. Það gerðist síðast tímabilið 1950-51. Þá skoraði Real Madrid einnig 42 mörk í fyrstu 11 leikjunum, en heldur hægðist á markaskorinu eftir það. Real skoraði alls 80 mörk í 30 leikjum tímabilið 1950-51, en endaði samt í 9. sæti af 16 liðum. Athletic Bilbao á metið yfir flest mörk eftir 11 leiki í efstu deild á Spáni, en tímabilið 1930-31 skoruðu Baskarnir 49 mörk í fyrstu 11 umferðunum. Athletic skoraði alls 73 mörk það tímabil, í 18 leikjum, sem gera 4,1 mark að meðaltali í leik.Flest mörk eftir 11 umferðir í La Liga: Athletic Bilbao (1930-31) - 49 Sevilla (1940-41) - 46 Real Madrid (1950-51) - 42 Real Madrid (2014-15) - 42 Barcelona (1950-51) - 41Ronaldo og Benzema fagna marki í gær.Vísir/GettyCristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður Real Madrid í deildinni til þessa, en Portúgalinn ótrúlegi er búinn að skora 18 mörk í aðeins tíu leikjum, sem gera tæplega tvö mörk að meðaltali í leik. Ronaldo skoraði fimmta og síðasta mark Real gegn Rayo Vallecano í gær og varð þar með fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í 10 deildarleikjum í röð. Karim Benzema kemur næstur með sex mörk, en hann skoraði eitt gegn Rayo Vallecano í gær og komst þar með upp í 14. sæti yfir markahæstu leikmenn Real Madrid frá upphafi. Frakkinn hefur nú skorað 122 mörk, en í gær fór hann fram úr Gonzalo Higuaín og Juanito á markalistanum. Benzema þarf þrjú mörk til að komast yfir næsta mann á listanum, Pahiño, sem skoraði 124 mörk fyrir Real á árunum 1948-1953.Þessir hafa skorað mörkin 42 fyrir Real Madrid í La Liga á tímabilinu: Cristiano Ronaldo - 18 Karim Benzema - 6 Gareth Bale - 5 James Rodríguez - 4 Javier Hernández - 3 Sergio Ramos - 2 Isco - 1 Pepe - 1 Luka Modric - 1 Toni Kroos - 1
Spænski boltinn Tengdar fréttir Þrettándi sigur Real í röð Ótrúleg sigurganga Real Madrid heldur áfram. 8. nóvember 2014 00:01 Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30 Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07 Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23 Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk Sjá meira
Ronaldo með sjö mörkum meira en allt Liverpool-liðið Cristiano Ronaldo og félagar í Real Madrid taka í kvöld á móti Liverpool í fjórðu umferð Meistaradeildarinnar og enska liðið mun örugglega eiga í fullu fangi með að hægja á portúgalska snillingnum í þessum leik. 4. nóvember 2014 15:30
Öll mörk gærkvöldsins í Meistaradeildinni Sjáðu umfjöllun um alla leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. 5. nóvember 2014 08:07
Varalið Liverpool tapaði aðeins með einu marki í Madrid Flestir bjuggust við því að Real Madrid myndi skora fjölda marka í kvöld er þeir sáu liðsuppstillinguna hjá Liverpool. Ekkert varð af markaveislunni en Liverpool tapaði samt. 4. nóvember 2014 11:23