Innlent

Hlussu-hlýri á Húsavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hlýrinn er 131 sentímetrar að lengd.
Hlýrinn er 131 sentímetrar að lengd. mynd/Hjálmar Bogi
Báturinn Lágey ÞH 265 veiddi í dag einn stærsta hlýra sem veiðst hefur við Ísland en hann er 32 kíló og 131 sentímetra að lengd. Báturinn landaði við Húsavíkurhöfn en frá þessu greinir fréttasíðan 640.

„Þetta er boltafiskur“, segir Sverrir Þór Jónsson, skipstjóri, í samtali við 640.

Sverrir er í áhöfninni ásamt þeim Karli Sigfússyni, Andrési Helga Björnssyni og Friðriki Bjarnasyni.

„Við vorum á svokölluðum Bennahól, austur af Grímsey þar sem hlýrinn veiddist“, segir Sverrir en bætir við að annars sé rólegt á miðunum. Hlýrinn var með ýsu í kjaftinum þegar hann var veiddur og þegar menn gerðu að honum í landi var ufsi í maganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×