Innlent

Yfirgefnu kettlingarnir komnir með ný heimili

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Kettlingarnir fimm fundust í gærkvöldi.
Kettlingarnir fimm fundust í gærkvöldi.
Kettlingarnir fimm sem fundust yfirgefnir í Grindavík í gærkvöldi eru nú komnir með heimili. Anna Sigríður Sigurðardóttir tók þá að sér en sagði í viðtali við Vísi í morgun að hún leitaði að mjólkandi læðu til að koma kettlingunum á legg.

Þeir eru nú komnir með ný heimili. „Fólk er búið að vera alveg æðislegt. Ég hef fengið símhringingar og skilaboð á Facebook. Fólk er búið að hvetja mig áfram. Ég er búin að finna tvö heimili fyrir þá. Tveir þeirra fara á eitt heimili og þrír á annað,“ útskýrir Anna.

Hún segir að þetta sé nauðsynlegt. Hún gerði mikla leit að læðunni sem gaut kettlingunum en sú leit bara engan árangur. „Ég var látin vita af kettlingunum í gærkvöldi og tók þá strax inn, því þeir voru kaldir. Svo fór ég á staðinn sem þeir fundust á með vinkonu minni. Við lögðum bílnum þarna svolítið frá og drápum á honum. Við biðum lengi eftir því að sjá læðuna, bara ef hún hefði brugðið sér frá. En það var engin hreyfing. Þannig að ég gat ekki látið þá vera, ég varð að bjarga þeim.“

Anna þakkar þeim sem höfðu samband fyrir alla hjálpina í dag. „Ég er ógeðslega þakklát bara.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×