Eiður hefur æft með liðinu undanfarna daga og hefur danska liðið mikinn áhuga á því að fá Eið til liðs við sig.
Eiður er samningslaus þessa dagana eftir að hafa ekki fengið nýjan samning hjá Club Brugge í vor. Hafa erlendir miðlar meðal annars orðað hann við lið í indversku ofurdeildinni.
Eiður var ekki eini íslenski leikmaðurinn í leiknum en Kristján Flóki Finnbogason lék með FCK og Adam Örn Arnarson með Nordsjælland.