Skýrsla Geirs Jóns: "Sýnir að lögreglan stundar forvirkar rannsóknaraðgerðir“ Hjörtur Hjartarson skrifar 30. október 2014 19:30 Guðmundur Franklín Jónsson „Valdstjórnin stundaði njósnir um almenna borgara og á ekki að komast upp með það“, segir Guðmundur Franklín Jónsson sem hefur kært lögregluna fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs hans með skráningu og birtingu á persónuupplýsingum í mótmælaskýrslu Geirs Jóns Þórissonar. Skýrslan sem Geir Jón skrifaði og send var fjölmiðlum í síðustu viku er að finna nöfn og persónuupplýsingar um fjölda fólks sem lögreglan virðist hafa fylgst sérstaklega með þegar mótmælin í kjölfar efnahagshrunsins stóðu sem hæst, þar á meðal Guðmundar. Hann er nafngreindur á síðu 192 og þar segir:Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.Guðmundur segir að ekki skipti máli hvað sé um hann skrifað, heldur sú staðreynd að verið var að fylgjast með honum. „Þarna brjóta þeir grundvallarmannréttindi að vera fylgjast með fólki og svo að auki setja þetta á netið og senda fjölmiðlum. Það er alveg með ólíkindum hvað þessir menn klúðra hlutunum,“ segir Guðmundur Franklín.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaðurLögmaður Guðmundar tekur undir þessi orð og gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglunnar. „Lögreglan hefur núna um árabil reynt að fá lagaheimild fyrir forvirkum rannsóknaraðgerðum, það hefur ekki tekist. Alþingi hefur sem betur fer staðið í lappirnar en hafa þeir sjálfir sýnt og sannað með þessari skýrslu að þeir eru að brúka slíkar aðgerðir. Og það er auðvitað með öllu löglaust, ólögmætt og bótaskylt að mínu mati,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður. Kæran var send ríkissaksóknara í dag og er hún á hendur Geir Jóni og öðrum ótilgreindum embættismönnum sem komu að gerð og birtingu skýrslunnar. „Það er morgunljóst að það er verið að stunda njósnir á einstaklingum í þjóðfélaginu og valdstjórnin á þessum tíma hafði auðsjáanlega miklar áhyggjur af mér og öðrum og þessir menn skulu bara fá að svara fyrir það,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur segir að fleiri einstaklingar hafi sett sig í samband við hann með það í huga að leggja fram kæru á hendur lögreglunni. „Já, það hafa nokkrir einstaklingar sem eru nafngreindir í þessari skýrslu haft samband. Hvert og eitt atvik verða skoðuð og eftir atvikum lögð fram kæra,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
„Valdstjórnin stundaði njósnir um almenna borgara og á ekki að komast upp með það“, segir Guðmundur Franklín Jónsson sem hefur kært lögregluna fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs hans með skráningu og birtingu á persónuupplýsingum í mótmælaskýrslu Geirs Jóns Þórissonar. Skýrslan sem Geir Jón skrifaði og send var fjölmiðlum í síðustu viku er að finna nöfn og persónuupplýsingar um fjölda fólks sem lögreglan virðist hafa fylgst sérstaklega með þegar mótmælin í kjölfar efnahagshrunsins stóðu sem hæst, þar á meðal Guðmundar. Hann er nafngreindur á síðu 192 og þar segir:Áður en mótmælin áttu sér stað mátti sjá áskorun á netinu frá Guðmundi Franklín Jónssyni þar sem hann hvatti fólk til þess að mæta og taka með sér úldið grænmæti og annað svipað til þess að henda í bankann.Guðmundur segir að ekki skipti máli hvað sé um hann skrifað, heldur sú staðreynd að verið var að fylgjast með honum. „Þarna brjóta þeir grundvallarmannréttindi að vera fylgjast með fólki og svo að auki setja þetta á netið og senda fjölmiðlum. Það er alveg með ólíkindum hvað þessir menn klúðra hlutunum,“ segir Guðmundur Franklín.Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaðurLögmaður Guðmundar tekur undir þessi orð og gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglunnar. „Lögreglan hefur núna um árabil reynt að fá lagaheimild fyrir forvirkum rannsóknaraðgerðum, það hefur ekki tekist. Alþingi hefur sem betur fer staðið í lappirnar en hafa þeir sjálfir sýnt og sannað með þessari skýrslu að þeir eru að brúka slíkar aðgerðir. Og það er auðvitað með öllu löglaust, ólögmætt og bótaskylt að mínu mati,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður. Kæran var send ríkissaksóknara í dag og er hún á hendur Geir Jóni og öðrum ótilgreindum embættismönnum sem komu að gerð og birtingu skýrslunnar. „Það er morgunljóst að það er verið að stunda njósnir á einstaklingum í þjóðfélaginu og valdstjórnin á þessum tíma hafði auðsjáanlega miklar áhyggjur af mér og öðrum og þessir menn skulu bara fá að svara fyrir það,“ segir Guðmundur. Vilhjálmur segir að fleiri einstaklingar hafi sett sig í samband við hann með það í huga að leggja fram kæru á hendur lögreglunni. „Já, það hafa nokkrir einstaklingar sem eru nafngreindir í þessari skýrslu haft samband. Hvert og eitt atvik verða skoðuð og eftir atvikum lögð fram kæra,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Meðferð við félagsfælni niðurgreidd en ekki OCD Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent