Þeir sem hækka verð settir á lista Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2014 11:41 Vísir/GVA Alþýðusamband Íslands hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa hækkað verð í kjölfar kjarasamninga. Á síðunni vertuaverdi.is segir að með því að hækka verð vinni fyrirtækin gegn markmiðum um lága verðbólgu og aukinn kaupmátt. Þá er á sömu síðu einnig listi yfir fyrirtæki sem hafa lýst því yfir að þau hækki ekki verð. „Ein helsta forsenda kjarasamninga sem undirritaðir voru þann 21. desember síðastliðinn er að verðbólga verði lág þannig að hóflegar launahækkanir skili sér í auknum kaupmætti,“ segir á síðunni. Svo það gangi eftir þurfi fyrirtæki, ríki og sveitarfélög að axla ábyrgð og halda aftur af verðhækkunum. „Við hvetjum fyrirtæki og opinbera aðila til að sýna samstöðu og senda inn yfirlýsingu hér á síðunni um að þau muni ekki hækka verð á vörum sínum og þjónustu. Með samstilltu átaki getum við rofið vítahring verðbólgunnar og aukið kaupmátt – það gagnast okkur öllum.“ „Við munum beita öllum þeim þrýstingi sem við getum,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands við Vísi í gær. „Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.“ Á listanum eru fyrirtækin: Síminn, Íslandspóstur, World class, Landsbankinn, Eimskip/Herjólfur, Pottagaldrar, Orkuveita Reykavíkur, Lýsi, Nói Síríus og Freyja. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa hækkað verð í kjölfar kjarasamninga. Á síðunni vertuaverdi.is segir að með því að hækka verð vinni fyrirtækin gegn markmiðum um lága verðbólgu og aukinn kaupmátt. Þá er á sömu síðu einnig listi yfir fyrirtæki sem hafa lýst því yfir að þau hækki ekki verð. „Ein helsta forsenda kjarasamninga sem undirritaðir voru þann 21. desember síðastliðinn er að verðbólga verði lág þannig að hóflegar launahækkanir skili sér í auknum kaupmætti,“ segir á síðunni. Svo það gangi eftir þurfi fyrirtæki, ríki og sveitarfélög að axla ábyrgð og halda aftur af verðhækkunum. „Við hvetjum fyrirtæki og opinbera aðila til að sýna samstöðu og senda inn yfirlýsingu hér á síðunni um að þau muni ekki hækka verð á vörum sínum og þjónustu. Með samstilltu átaki getum við rofið vítahring verðbólgunnar og aukið kaupmátt – það gagnast okkur öllum.“ „Við munum beita öllum þeim þrýstingi sem við getum,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands við Vísi í gær. „Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.“ Á listanum eru fyrirtækin: Síminn, Íslandspóstur, World class, Landsbankinn, Eimskip/Herjólfur, Pottagaldrar, Orkuveita Reykavíkur, Lýsi, Nói Síríus og Freyja.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira