ASÍ varar sveitarfélög við hækkunum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. janúar 2014 13:18 Gylfi vill að sveitarfélög falli frá gjaldskrárhækkunum. Vísir/GVA „Við munum beita öllum þeim þrýstingi sem við getum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands. Hann hefur nú sent öllum forsvarsmönnum sveitarfélaga bréf þar sem hann hvetur þá til þess að falla frá gjaldskrárhækkunum. Niðurlag bréfsins vekur óneitanlega athygli: „Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.“ Gylfi segist ekki vita hvort það eigi að túlka þetta sem hótun. „Við teljum mikilvægt að ná breiðri þátttöku í því átaki að halda verðbólgunni niðri og tryggja stöðugleika. Mörg sveitarfélög hafa fallið frá gjaldskrárhækkunum og tekið þátt í átakinu. En önnur hafa ekki gert það. Við biðlum til þeirra að hætta við gjaldskrárhækkanirnar. Ef ekki, þá munum við upplýsa um það á heimasíðu okkar.“ Gylfi segir mikilvægt að kjósendur séu upplýstir á þennan hátt. „Ef menn vilja ekki taka þátt í þessu átaki þá verða þeir að rökstyðja það. Við munum upplýsa kjósendur og neytendur um þá sem hækka verð. Sjáðu til, verðbólga er afleiðing ákvarðanna margra. Menn þurfa að sýna ábyrgð í hækkunum. Ég held, til dæmis, að sveitarfélög hagnist meira á því að verðbólgan lækki um eitt prósent en að hækka gjöld á sorphirðu og fleira slíkt,“ útskýrir Gylfi. Hann segir ASÍ muni veita öllum aðhald. Fyrirtæki, ríkisstofnanir og allir sem séu með þjónustu sem snúa að almenningi. „Mér finnst þetta ekki eiga síður við verslanir en sveitarfélög. Við höfum hvatt verslunarmenn að útskýra fyrir okkur af hverju þeir hækka verð. Neytandinn á rétt á því að vita hvort birginn var að hækka verðið á mjólkinni eða súkkulaðinu sem hann keypti, eða hvort það var verslunarmaðurinn. Neytendur eiga rétt á því að fá þessar upplýsingar,“ segir Gylfi. Hér má lesa bréfið sem Gylfi sendi forsvarsmönnum sveitarfélaga, í heild sinni:Ágæti viðtakandi.Efni: Gjaldskrárhækkanir Ein helsta forsenda þeirra kjarasamninga sem gerðir voru þann 21. desember síðastliðinn er að verðbólga verði lág þannig tryggja megi stöðugleika og aukinn kaupmátt. Um þessa áherslur var samstaða meðal samningaaðila og stjórnvöld tóku undir mikilvægi þeirra.Í umræddum kjarasamningi sammæltust atvinnurekendur og launafólk um aðgerðir til að styðja við markmið um aukin kaupmátt, minni verðbólgu og lækkun verðbólguvæntinga í efnahagslífinu. Meðal þeirra er að fyrirtæki og stjórnvöld gæti ýtrasta aðhalds í verðákvörðunum sínum. Eigi þetta að ganga eftir þurfa fyrirtæki á öllum sviðum atvinnulífsins, ríki og sveitarfélög að axla ábyrgð og sýna samstöðu með því að halda aftur af verðhækkunum.Sveitarfélög og fyrirtæki hafa mörg brugðist vel við kallinu en því miður berast nú fréttir af gjaldskrárhækkunum fyrir ýmsa þjónustu sveitarfélaganna. Þessar hækkanir munu skila sér út í verðlag og hafa áhrif á vísitölu neysluverðs. Þær ganga því þvert á markmiðum nýgerðra kjarasamninga og ógna þeim stöðugleika og kaupmáttaraukningu sem þeim er ætlað að tryggja.Fyrir hönd íslenskra launafólks vil ég skora á þig og samverkamenn þína í stjórn sveitarfélagsins að hækka engar gjaldskrár fyrir þjónustu eða hjá fyrirtækjum sveitarfélagsins. Hafi það verið gert hvet ég ykkur til að endurskoða þá ákvörðun og draga umræddar hækkanir til baka nú þegar.Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.Með von um skjót og góð viðbrögðVirðingarfyllst, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Við munum beita öllum þeim þrýstingi sem við getum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambands Íslands. Hann hefur nú sent öllum forsvarsmönnum sveitarfélaga bréf þar sem hann hvetur þá til þess að falla frá gjaldskrárhækkunum. Niðurlag bréfsins vekur óneitanlega athygli: „Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.“ Gylfi segist ekki vita hvort það eigi að túlka þetta sem hótun. „Við teljum mikilvægt að ná breiðri þátttöku í því átaki að halda verðbólgunni niðri og tryggja stöðugleika. Mörg sveitarfélög hafa fallið frá gjaldskrárhækkunum og tekið þátt í átakinu. En önnur hafa ekki gert það. Við biðlum til þeirra að hætta við gjaldskrárhækkanirnar. Ef ekki, þá munum við upplýsa um það á heimasíðu okkar.“ Gylfi segir mikilvægt að kjósendur séu upplýstir á þennan hátt. „Ef menn vilja ekki taka þátt í þessu átaki þá verða þeir að rökstyðja það. Við munum upplýsa kjósendur og neytendur um þá sem hækka verð. Sjáðu til, verðbólga er afleiðing ákvarðanna margra. Menn þurfa að sýna ábyrgð í hækkunum. Ég held, til dæmis, að sveitarfélög hagnist meira á því að verðbólgan lækki um eitt prósent en að hækka gjöld á sorphirðu og fleira slíkt,“ útskýrir Gylfi. Hann segir ASÍ muni veita öllum aðhald. Fyrirtæki, ríkisstofnanir og allir sem séu með þjónustu sem snúa að almenningi. „Mér finnst þetta ekki eiga síður við verslanir en sveitarfélög. Við höfum hvatt verslunarmenn að útskýra fyrir okkur af hverju þeir hækka verð. Neytandinn á rétt á því að vita hvort birginn var að hækka verðið á mjólkinni eða súkkulaðinu sem hann keypti, eða hvort það var verslunarmaðurinn. Neytendur eiga rétt á því að fá þessar upplýsingar,“ segir Gylfi. Hér má lesa bréfið sem Gylfi sendi forsvarsmönnum sveitarfélaga, í heild sinni:Ágæti viðtakandi.Efni: Gjaldskrárhækkanir Ein helsta forsenda þeirra kjarasamninga sem gerðir voru þann 21. desember síðastliðinn er að verðbólga verði lág þannig tryggja megi stöðugleika og aukinn kaupmátt. Um þessa áherslur var samstaða meðal samningaaðila og stjórnvöld tóku undir mikilvægi þeirra.Í umræddum kjarasamningi sammæltust atvinnurekendur og launafólk um aðgerðir til að styðja við markmið um aukin kaupmátt, minni verðbólgu og lækkun verðbólguvæntinga í efnahagslífinu. Meðal þeirra er að fyrirtæki og stjórnvöld gæti ýtrasta aðhalds í verðákvörðunum sínum. Eigi þetta að ganga eftir þurfa fyrirtæki á öllum sviðum atvinnulífsins, ríki og sveitarfélög að axla ábyrgð og sýna samstöðu með því að halda aftur af verðhækkunum.Sveitarfélög og fyrirtæki hafa mörg brugðist vel við kallinu en því miður berast nú fréttir af gjaldskrárhækkunum fyrir ýmsa þjónustu sveitarfélaganna. Þessar hækkanir munu skila sér út í verðlag og hafa áhrif á vísitölu neysluverðs. Þær ganga því þvert á markmiðum nýgerðra kjarasamninga og ógna þeim stöðugleika og kaupmáttaraukningu sem þeim er ætlað að tryggja.Fyrir hönd íslenskra launafólks vil ég skora á þig og samverkamenn þína í stjórn sveitarfélagsins að hækka engar gjaldskrár fyrir þjónustu eða hjá fyrirtækjum sveitarfélagsins. Hafi það verið gert hvet ég ykkur til að endurskoða þá ákvörðun og draga umræddar hækkanir til baka nú þegar.Alþýðusambandið lítur málið mjög alvarlegum augum og mun upplýsa almenning með áberandi hætti um þá aðila sem ekki sýna samstöðu og hækka hjá sér gjaldskrár.Með von um skjót og góð viðbrögðVirðingarfyllst, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent