Óttast skemmdir á heimili vegna tíðra sprenginga Jón Júlíus Karlsson skrifar 15. janúar 2014 20:45 Við óttumst að húsið okkar verði fyrir skemmdum. Þetta segja íbúar í grennd við gamla Lýsisreitinn í Vesturbæ Reykjavíkur. Unnið er að því að sprengja upp klöpp á reitnum með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa á svæðinu. Sprengt er frá morgni til kvölds. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og mátti þar meðal annars sjá hversu öflugar sprengingarnar eru. Reisa á um 500 manna byggð á gamla Lýsisreitnum og þarf að sprengja tvisvar til fimm sinnum á dag til að hægt sé að fjarlægja jarðveg. Byggðin á reitnum er umdeild og framkvæmdirnar fara einnig illa í íbúa í grennd við framkvæmdarsvæðið.Ný 500 manna byggð mun rísa á gamla Lýsisreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur.Búa skammt frá framkvæmdasvæðinu Hjónin Svanlaug Rós Þorsteinsdóttir og Xavier Rodriguez búa í næsta nágreni við Lýsisreitinn. Nokkuð högg kemur á hús þeirra hjóna þegar sprengt er innan við hálfum kílómetra frá heimili þeirra. „Það er verið að sprengja hérna 3-5 sinnum á dag og þá hristist allt húsið og allir innanstokksmunir. Það er óskemmtilegt og mikið ónæði af þessu,“ segir Svanlaug.Svanlaug Rós og Xavier Rodriguez búa skammt frá Lýsisreitnum.Stöð2/ArnarÞolir 70 ára gamalt hús 300 skjálfta? Svanlaug og Xavier búa í 70 ára gömlu húsi skammt frá framkvæmdasvæðinu og hafa áhyggjur af því að skemmdir gætu orðið á heimili þeirra vegna tíðra sprenginga. „Við erum áhyggjufull yfir því. Þetta er gamalt hús sem við búum í. Þetta er eins og fimm jarðskjálftar á dag og ef þetta á að standa yfir í þrjá mánuði þá erum við komin með u.þ.b. 300 jarðskjálfta. Hvort að 70 ára gamalt hús þolir það veit ég ekki,“ bætir Svanlaug við. Sprengingar í Vesturbænum taka að öllum líkindum enda í lok mars. Verkefnastjóri hjá Þingvangi sem stýrir framkvæmdum telur að það hafi verið rétt ákvörðun að sprengja frekar en að nota stórtækar vinnuvélar. „Við töldum að það yrði minna ónæði fyrir íbúanna að það yrði sprengt 3-5 sinnum yfir daginn í stað þess að hér væru stórvirkar vinnuvélar með fleyga að pikka í bergið,“ sagði Matthías Geir Ásgeirsson, verkefnastjóri hjá Þingvangi ehf. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira
Við óttumst að húsið okkar verði fyrir skemmdum. Þetta segja íbúar í grennd við gamla Lýsisreitinn í Vesturbæ Reykjavíkur. Unnið er að því að sprengja upp klöpp á reitnum með tilheyrandi ónæði fyrir íbúa á svæðinu. Sprengt er frá morgni til kvölds. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og mátti þar meðal annars sjá hversu öflugar sprengingarnar eru. Reisa á um 500 manna byggð á gamla Lýsisreitnum og þarf að sprengja tvisvar til fimm sinnum á dag til að hægt sé að fjarlægja jarðveg. Byggðin á reitnum er umdeild og framkvæmdirnar fara einnig illa í íbúa í grennd við framkvæmdarsvæðið.Ný 500 manna byggð mun rísa á gamla Lýsisreitnum í Vesturbæ Reykjavíkur.Búa skammt frá framkvæmdasvæðinu Hjónin Svanlaug Rós Þorsteinsdóttir og Xavier Rodriguez búa í næsta nágreni við Lýsisreitinn. Nokkuð högg kemur á hús þeirra hjóna þegar sprengt er innan við hálfum kílómetra frá heimili þeirra. „Það er verið að sprengja hérna 3-5 sinnum á dag og þá hristist allt húsið og allir innanstokksmunir. Það er óskemmtilegt og mikið ónæði af þessu,“ segir Svanlaug.Svanlaug Rós og Xavier Rodriguez búa skammt frá Lýsisreitnum.Stöð2/ArnarÞolir 70 ára gamalt hús 300 skjálfta? Svanlaug og Xavier búa í 70 ára gömlu húsi skammt frá framkvæmdasvæðinu og hafa áhyggjur af því að skemmdir gætu orðið á heimili þeirra vegna tíðra sprenginga. „Við erum áhyggjufull yfir því. Þetta er gamalt hús sem við búum í. Þetta er eins og fimm jarðskjálftar á dag og ef þetta á að standa yfir í þrjá mánuði þá erum við komin með u.þ.b. 300 jarðskjálfta. Hvort að 70 ára gamalt hús þolir það veit ég ekki,“ bætir Svanlaug við. Sprengingar í Vesturbænum taka að öllum líkindum enda í lok mars. Verkefnastjóri hjá Þingvangi sem stýrir framkvæmdum telur að það hafi verið rétt ákvörðun að sprengja frekar en að nota stórtækar vinnuvélar. „Við töldum að það yrði minna ónæði fyrir íbúanna að það yrði sprengt 3-5 sinnum yfir daginn í stað þess að hér væru stórvirkar vinnuvélar með fleyga að pikka í bergið,“ sagði Matthías Geir Ásgeirsson, verkefnastjóri hjá Þingvangi ehf.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Fleiri fréttir Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Sjá meira