Erlent

Pabbinn vill opinbera nafnið

Faðir indversku konunnar sem lést eftir hrottalega hópnauðgun vill að nafn konunnar verði gert opinbert. Hann telur að með því geti hún orðið öðrum fórnarlömbum kynferðisbrota hvatning.

Indversk lög banna nafnbirtingu konunnar en lögin eiga að vernda þolendur kynferðisofbeldis.

Konan lést um síðustu helgi, hálfum mánuði eftir að henni var misþyrmt og nauðgað í strætisvagni í Nýju-Delí.

Faðir hennar segir dóttur sína ekki hafa gert neitt rangt og að hann sé stoltur af því hvernig hún barðist.

Með því að gera nafn hennar opinbert geti hún fært öðrum konum sem lifa af kynferðisofbeldi hugrekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×