Innlent

Lækka hæð húsa í Vesturbugt

Jón Júlíus Karlsson skrifar
„Við lærðum af mistökunum Skuggahverfis.“ Þetta segir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturbugt og Nýlendureit var samþykkt í borgarráði í dag.

Gert er ráð fyrir 195 nýjum íbúðum við Vesturbugt og tæplega 8.000 fermetra atvinnuhúsnæði. Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á deiliskipulaginu í kjölfar athugasemda frá íbúum. Íbúasamtök Vesturbæjar lýstu yfir áhyggjum sínum með hæð húsa fremst á hafnarbakknum. Húsin áttu upphaflega að vera fimm hæða en lækka um eina hæð.

Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að hlustað hafi verið á íbúasamtök en ljóst sé að aldrei verði allir sáttir með niðurstöðuna.

„Húsin í hverfinu verða 2-4 fjórar hæðir sem er mjög klassísk reykvísk húsahæð. Ég tel að íbúasamtökin hafi að mörgu leyti staðið sig vel þó ég hafi ekki alltaf verið sammála þeim. Þau eiga að vera á tánum og margar þéttingarframkvæmdir borgarinnar undanfarina áratuga hafa ekki tekist neitt alltof vel,“ segir Hjálmar.

Sjö ára skipulagsvinna

Skipulagsvinna fyrir byggð í Vesturbugt og á Nýlendureit hafa tekið um sjö ár. Hjálmar segir að vandað hafi verið sérstaklega til verka. Hann ítrekar að byggðin sem eigi að rísa sé ekki ætluð fyrir efnameiri einstaklinga.

„Þetta snýst fyrst og fremst um það þétta borgina og gefa Reykvíkingum kost á að búa miðsvæðis,“ segir Hjálmar. Hann telur að borgaryfirvöld hafi lært mikið af slæmum ákvörðunum á skipulagi við Skúlagötu.

„Borgin er að læra af þeim mistökum. Ég efast ekki um að það sé fínt að búa það er ekki sú þétting sem við viljum.“

Mynd/Reykjavíkurborg
Mynd/Reykjavíkurborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×