Leggja til að Gæðakokkar verði kærðir fyrir brot á matvælalögum Hugrún Halldórsdóttir skrifar 28. febrúar 2013 12:59 Mynd / Stefán Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. Greint var í gær frá nýrri rannsókn Matvælastofnunar sem sýndi að tvær vörur frá Gæðakokkum, sem sagðar voru innihalda nautakjöt, gerðu það ekki. Eigandi fyrirtækisins segir að honum hafi láðst að breyta innihaldslýsingu á umbúðum annarrar vörunnar, lambahakkbollum, eftir að uppskrift var breytt en hins vegar hafi hann enga skýringu á vitlausri merkingu hinnar vörunnar, nautabökum. Helgi Helgason framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Vesturlands, heimsótti fyrirtækið í gær og fór yfir málin. Hann segir að nautabökurnar séu framleiddar hálfsmánaðarlega og að matvaran, sem matvælastofnun tók sýni úr, hafi verið framleidd í byrjun desember. Helgi fékk að bragða á nýrri framleiðslu og segir að kjöt hafi verið þar að finna. Eigandi Gæðakokka fékk ekki að vita um niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar fyrr en í gærmorgun svo að hann hafði ekki færi á að bæta kjöti í bökurnar fyrir heimsókn eftirlitsins að sögn Helga. Hins vegar segir hann það ljóst að fyrirtækið hafi blekkt neytendur og þannig brotið matvælalög. Eftirlitið getur nú gert þrennt: Veitt fyrirtækinu áminningu, kært eða afturkallað starfsleyfi þess. Eftirlitið ásamt stjórnarmönnum í heilbrigðisnefnd Vesturlands tekur í dag ákvörðun þess efnis en Helgi segist sjálfur ætla að leggja til að fyrirtækið verði kært fyrir brot á matvælalögum. Helgi segir jafnframt að nú verði vel fylgst með fyrirtækinu og þess krafist að það taki upp nýja verkferla. Tengdar fréttir Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13 Vill beita matvælaframleiðendur háum fjársektum "Það var engin vara í samræmi við innihaldslýsingu, og það eitt og sér, er grafalvarlegt mál," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöður sýnatöku matvælastofnunar þar sem sextán matvörutegundir voru rannsakaðar. 27. febrúar 2013 15:54 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands leggur til að fyrirtækið Gæðakokkar í Borgarnesi verði kært fyrir brot á matvælalögum. Greint var í gær frá nýrri rannsókn Matvælastofnunar sem sýndi að tvær vörur frá Gæðakokkum, sem sagðar voru innihalda nautakjöt, gerðu það ekki. Eigandi fyrirtækisins segir að honum hafi láðst að breyta innihaldslýsingu á umbúðum annarrar vörunnar, lambahakkbollum, eftir að uppskrift var breytt en hins vegar hafi hann enga skýringu á vitlausri merkingu hinnar vörunnar, nautabökum. Helgi Helgason framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Vesturlands, heimsótti fyrirtækið í gær og fór yfir málin. Hann segir að nautabökurnar séu framleiddar hálfsmánaðarlega og að matvaran, sem matvælastofnun tók sýni úr, hafi verið framleidd í byrjun desember. Helgi fékk að bragða á nýrri framleiðslu og segir að kjöt hafi verið þar að finna. Eigandi Gæðakokka fékk ekki að vita um niðurstöður rannsóknar Matvælastofnunar fyrr en í gærmorgun svo að hann hafði ekki færi á að bæta kjöti í bökurnar fyrir heimsókn eftirlitsins að sögn Helga. Hins vegar segir hann það ljóst að fyrirtækið hafi blekkt neytendur og þannig brotið matvælalög. Eftirlitið getur nú gert þrennt: Veitt fyrirtækinu áminningu, kært eða afturkallað starfsleyfi þess. Eftirlitið ásamt stjórnarmönnum í heilbrigðisnefnd Vesturlands tekur í dag ákvörðun þess efnis en Helgi segist sjálfur ætla að leggja til að fyrirtækið verði kært fyrir brot á matvælalögum. Helgi segir jafnframt að nú verði vel fylgst með fyrirtækinu og þess krafist að það taki upp nýja verkferla.
Tengdar fréttir Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13 Vill beita matvælaframleiðendur háum fjársektum "Það var engin vara í samræmi við innihaldslýsingu, og það eitt og sér, er grafalvarlegt mál," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöður sýnatöku matvælastofnunar þar sem sextán matvörutegundir voru rannsakaðar. 27. febrúar 2013 15:54 Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist yfir fimm að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir. 27. febrúar 2013 14:13
Vill beita matvælaframleiðendur háum fjársektum "Það var engin vara í samræmi við innihaldslýsingu, og það eitt og sér, er grafalvarlegt mál," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöður sýnatöku matvælastofnunar þar sem sextán matvörutegundir voru rannsakaðar. 27. febrúar 2013 15:54
Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti "Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). 27. febrúar 2013 13:46