Innlent

Vill beita matvælaframleiðendur háum fjársektum

„Það var engin vara í samræmi við innihaldslýsingu, og það eitt og sér, er grafalvarlegt mál," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöður sýnatöku matvælastofnunar þar sem sextán matvörutegundir voru rannsakaðar.

Í tveimur tilvikum kom í ljós að nautakjöt var ekki í vörunni eins og innihaldslýsingin sagði til um. En engin vara uppfyllti allar kröfur um merkingar, samkvæmt niðurstöðu matvælastofnunar.

„Það að það vanti nautakjöt í vöruna eru náttúrulega hrein og klár vörusvik," segir Jóhannes og segir að neytendur hljóti að gera kröfu um að það verði tekið hart á svona löguðu. „Að mínu mati kallar þetta á að frekari sýnatökur, sérstaklega þegar niðurstöðurnar eru svona lélegar," bætir Jóhannes við.

Hann segir það ekki síður alvarlegt að fyrirtæki merki vörur með vitlausum hætti. Raunar segir Jóhannes slík vinnubrögð með öllu óþolandi. „Það þarf að hafa í huga að í samsettum vörum eru oft hráefni notuð sem ákveðinn hluti neytenda er með óþol eða ofnæmi fyrir. Það er því grafalvarlegt mál fyrir þennan hóp að geta ekki treyst innihaldslýsingum."

Jóhannes bendir á að innlendir framleiðendur hafi hingað til stært sig af því að framleiðsla á matvælum hér á landi sé í góðu standi. Jóhannes segir ljóst að svo sé ekki.

„Ég segi það, því miður, að staðreyndin er sú, að það sem heldur aðilum best við efnið, framleiðendum það er að segja, er að þeir geti búist við verulegum sektum gerist þeir brotlegir við merkingar á innihaldi," segir Jóhannes sem vill að löggjafarvaldið herði reglur og lög verulega til hagsbóta fyrir neytendur.

„Þetta ástand er allavega óþolandi og þarf að koma þessu í lag," segir Jóhannes að lokum.


Tengdar fréttir

Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu

Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir.

Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka

Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar.

Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti

"Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×