Innlent

Kostur tekur nautaböku og lambahakkbollur úr sölu

Kostur.
Kostur. Mynd / Anton Brink
Kostur hefur tekið Nautaböku og lambahakkbollur frá Gæðakokkum í Borgarnesi úr sölu á meðan innihaldslýsingar veita viðskiptavinum verslunarinnar ranga mynd af innihald og samsetningu matvaranna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Kostur sendi frá sér fyrir stundu og Jón Gerald Sullenberg skrifar undir.

Um er að ræða kjötvörur sem Matvælastofnun rannsakaði en niðurstöðurnar eru þær að ekkert nautahakk er í lambahakkbollunum, og raunar er ekkert kjöt í nautabökunni samkvæmt niðurstöðunum.

Nautabökurnar eru einnig seldar í Krónunni og Nettó.

Í viðtali við Vísi sagði Magnús Nielsson, annar eigandi Gæðakokka, að hann kynni engar skýringar á því að ekkert nautakjöt væri að finna í nautabökunni. Hann sagði hinsvegar að það hefði átt eftir að merkja innihaldslýsingu á lambahakkbollunum betur, en nokkuð er síðan fyrirtækið hætti að nota nautahakk í matinn.


Tengdar fréttir

Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka

Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörur sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar.

Segist ekki kunna neinar skýringar á skorti á nautakjöti

"Ég kann ekki skýringar á þessu,“ segir Magnús Nielsson, annar af eigendum Gæðakokka í Borgarnesi, en Matvælastofnun rannsakaði tvær vörur frá fyrirtækinu og kom þá annarsvegar í ljós að Nautabaka frá fyrirtækinu, sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×