Heilsugæslan á heima hjá sveitarfélögunum Ingveldur Geirsdóttir skrifar 14. júlí 2013 18:38 Rekstur heilsugæslunnar á heima hjá sveitarfélögunum og getur það gert þjónustuna heildstæðari og betri. Þetta er mat oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Hann er alfarið á móti einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að aðrir séu færari í að annast rekstur heilsugæslunnar en ríkið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana og tók þar sem dæmi rekstur sveitarfélaga á heilsugæslunni. „Það er ýmislegt annað í boði heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stenfumótandi á grunni löggjafar sem alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari að annast um rekstur en ráðuneytin sjálf," sagði Kristján. Túlka má orð Kristjáns Þórs á þann veg að honum hugnist einkavæðing heilbrigðiskerfisins, því er Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík alfarið á móti og sér ekki að peningar muni sparast á þann hátt. „Þá held ég að það sé miklu skynsamlegra að horfa til hugmynda um að heilsugæslan flytjist yfir á ábyrgð sveitarfélaga. Það yrði þá liður í því að efla heilsugæslu fyrir alla með öruggum og góðum aðgangi og nægjanlegu fé til að standa undir góðri þjónustu," segir Dagur. Dagur telur sveitarfélög vel í stakk búin til að reka heilsugæsluna og reynslan sýni að þjónustan geti orðið heildstæðari og betri fyrir sama fé. „Reykjavík hefur lengi verið þeirrar skoðunar að heilsugæslan eigi heima hjá sveitarfélögunum og við höfum sent ráðuneytinu erindi og farið þess á leit að hefja viðræður um yfirtöku heilsugæslunnar því við sjáum heilsugæsluna sem snaran þátt í nærþjónustu við íbúana," segir Dagur. Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Rekstur heilsugæslunnar á heima hjá sveitarfélögunum og getur það gert þjónustuna heildstæðari og betri. Þetta er mat oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Hann er alfarið á móti einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að aðrir séu færari í að annast rekstur heilsugæslunnar en ríkið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana og tók þar sem dæmi rekstur sveitarfélaga á heilsugæslunni. „Það er ýmislegt annað í boði heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stenfumótandi á grunni löggjafar sem alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari að annast um rekstur en ráðuneytin sjálf," sagði Kristján. Túlka má orð Kristjáns Þórs á þann veg að honum hugnist einkavæðing heilbrigðiskerfisins, því er Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík alfarið á móti og sér ekki að peningar muni sparast á þann hátt. „Þá held ég að það sé miklu skynsamlegra að horfa til hugmynda um að heilsugæslan flytjist yfir á ábyrgð sveitarfélaga. Það yrði þá liður í því að efla heilsugæslu fyrir alla með öruggum og góðum aðgangi og nægjanlegu fé til að standa undir góðri þjónustu," segir Dagur. Dagur telur sveitarfélög vel í stakk búin til að reka heilsugæsluna og reynslan sýni að þjónustan geti orðið heildstæðari og betri fyrir sama fé. „Reykjavík hefur lengi verið þeirrar skoðunar að heilsugæslan eigi heima hjá sveitarfélögunum og við höfum sent ráðuneytinu erindi og farið þess á leit að hefja viðræður um yfirtöku heilsugæslunnar því við sjáum heilsugæsluna sem snaran þátt í nærþjónustu við íbúana," segir Dagur.
Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira