Heilsugæslan á heima hjá sveitarfélögunum Ingveldur Geirsdóttir skrifar 14. júlí 2013 18:38 Rekstur heilsugæslunnar á heima hjá sveitarfélögunum og getur það gert þjónustuna heildstæðari og betri. Þetta er mat oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Hann er alfarið á móti einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að aðrir séu færari í að annast rekstur heilsugæslunnar en ríkið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana og tók þar sem dæmi rekstur sveitarfélaga á heilsugæslunni. „Það er ýmislegt annað í boði heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stenfumótandi á grunni löggjafar sem alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari að annast um rekstur en ráðuneytin sjálf," sagði Kristján. Túlka má orð Kristjáns Þórs á þann veg að honum hugnist einkavæðing heilbrigðiskerfisins, því er Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík alfarið á móti og sér ekki að peningar muni sparast á þann hátt. „Þá held ég að það sé miklu skynsamlegra að horfa til hugmynda um að heilsugæslan flytjist yfir á ábyrgð sveitarfélaga. Það yrði þá liður í því að efla heilsugæslu fyrir alla með öruggum og góðum aðgangi og nægjanlegu fé til að standa undir góðri þjónustu," segir Dagur. Dagur telur sveitarfélög vel í stakk búin til að reka heilsugæsluna og reynslan sýni að þjónustan geti orðið heildstæðari og betri fyrir sama fé. „Reykjavík hefur lengi verið þeirrar skoðunar að heilsugæslan eigi heima hjá sveitarfélögunum og við höfum sent ráðuneytinu erindi og farið þess á leit að hefja viðræður um yfirtöku heilsugæslunnar því við sjáum heilsugæsluna sem snaran þátt í nærþjónustu við íbúana," segir Dagur. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Rekstur heilsugæslunnar á heima hjá sveitarfélögunum og getur það gert þjónustuna heildstæðari og betri. Þetta er mat oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Hann er alfarið á móti einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en heilbrigðisráðherra sagði í viðtali á Bylgjunni í morgun að aðrir séu færari í að annast rekstur heilsugæslunnar en ríkið. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann að það væri möguleiki að gefa kost á fleiri rekstrarformum heilsugæslunnar en að ríkið reki hana og tók þar sem dæmi rekstur sveitarfélaga á heilsugæslunni. „Það er ýmislegt annað í boði heldur en það að ríkissjóðurinn, ráðuneytið, standi í rekstri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum frekar að horfa til þess að ráðuneytið sé stenfumótandi á grunni löggjafar sem alþingi hefur sett og síðan eru aðrir færari að annast um rekstur en ráðuneytin sjálf," sagði Kristján. Túlka má orð Kristjáns Þórs á þann veg að honum hugnist einkavæðing heilbrigðiskerfisins, því er Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík alfarið á móti og sér ekki að peningar muni sparast á þann hátt. „Þá held ég að það sé miklu skynsamlegra að horfa til hugmynda um að heilsugæslan flytjist yfir á ábyrgð sveitarfélaga. Það yrði þá liður í því að efla heilsugæslu fyrir alla með öruggum og góðum aðgangi og nægjanlegu fé til að standa undir góðri þjónustu," segir Dagur. Dagur telur sveitarfélög vel í stakk búin til að reka heilsugæsluna og reynslan sýni að þjónustan geti orðið heildstæðari og betri fyrir sama fé. „Reykjavík hefur lengi verið þeirrar skoðunar að heilsugæslan eigi heima hjá sveitarfélögunum og við höfum sent ráðuneytinu erindi og farið þess á leit að hefja viðræður um yfirtöku heilsugæslunnar því við sjáum heilsugæsluna sem snaran þátt í nærþjónustu við íbúana," segir Dagur.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira