Fótbolti

Þóra kvaddi Ástralíu með tapi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Þóra Björg Helgadóttir og samherjar hennar í Western Sydney luku tímabilinu í Ástralíu í nótt með því að tapa fyrir grannliðinu Sydney FC, 3-2.

Þóra stóð í marki Western Sydney og kom í veg fyrir að sitt lið væri aðeins einu marki undir í hálfleik.

Hún náði þó ekki að koma í veg fyrir tap en Sydney FC þurfti á sigri að halda til að halda í vonina um sæti í úrslitakeppninni.

Western Sydney er hins vegar úr leik en liðið hafnaði í sjötta sæti af átta liðum með þrettán stig.

Þóra mun nú aftur halda til Svíþjóðar þar sem hún er á mála hjá Malmö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×