Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2013 18:37 Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. Það kom í hlut Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að undirrita fyrstu olíuvinnsluleyfin á Drekasvæðinu, í viðurvist ráðherranna, fulltrúa leyfishafa, embættismanna og fréttamanna, bæði frá Íslandi og Noregi.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Ola Borten Moe þetta í fyrsta sinn sem norska ríkið tekur beinan þátt í olíuleit utan við lögsögu Noregs. Það sé alveg nýtt og sögulegt. Leyfin eru tvö; annarsvegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro, þar sem Faroe er rekstraraðili með 67 prósenta hlut, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro þar sem Valiant er rekstraraðili með 56 prósenta hlut. Norska ríkisolíufélagið Petoro er með fjórðungshlut í báðum leyfum en forstjóri þess segir að félagið kæmi ekki að verkefninu nema það teldi að þarna væru tækifæri. Forstjóri skoska félagsins Faroe, Graham Stewart, segir að byrjað verði á bergmálsmælingum næstu 2-3 árin en síðan verði borað. „Ég myndi giska á að fyrsti brunnurinn verði boraður eftir 3-4 ár, ég vonast til þess," segir Stewart. Olíuframleiðslan geti svo hafist þrem til fjórum árum síðar. „Frá deginum í dag eftir kannski 7-8 ár gætum við verið farnir að framleiða olíu í íslenskri lögsögu." Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. Það kom í hlut Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að undirrita fyrstu olíuvinnsluleyfin á Drekasvæðinu, í viðurvist ráðherranna, fulltrúa leyfishafa, embættismanna og fréttamanna, bæði frá Íslandi og Noregi.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Ola Borten Moe þetta í fyrsta sinn sem norska ríkið tekur beinan þátt í olíuleit utan við lögsögu Noregs. Það sé alveg nýtt og sögulegt. Leyfin eru tvö; annarsvegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro, þar sem Faroe er rekstraraðili með 67 prósenta hlut, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro þar sem Valiant er rekstraraðili með 56 prósenta hlut. Norska ríkisolíufélagið Petoro er með fjórðungshlut í báðum leyfum en forstjóri þess segir að félagið kæmi ekki að verkefninu nema það teldi að þarna væru tækifæri. Forstjóri skoska félagsins Faroe, Graham Stewart, segir að byrjað verði á bergmálsmælingum næstu 2-3 árin en síðan verði borað. „Ég myndi giska á að fyrsti brunnurinn verði boraður eftir 3-4 ár, ég vonast til þess," segir Stewart. Olíuframleiðslan geti svo hafist þrem til fjórum árum síðar. „Frá deginum í dag eftir kannski 7-8 ár gætum við verið farnir að framleiða olíu í íslenskri lögsögu."
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira