Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2013 18:37 Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. Það kom í hlut Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að undirrita fyrstu olíuvinnsluleyfin á Drekasvæðinu, í viðurvist ráðherranna, fulltrúa leyfishafa, embættismanna og fréttamanna, bæði frá Íslandi og Noregi.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Ola Borten Moe þetta í fyrsta sinn sem norska ríkið tekur beinan þátt í olíuleit utan við lögsögu Noregs. Það sé alveg nýtt og sögulegt. Leyfin eru tvö; annarsvegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro, þar sem Faroe er rekstraraðili með 67 prósenta hlut, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro þar sem Valiant er rekstraraðili með 56 prósenta hlut. Norska ríkisolíufélagið Petoro er með fjórðungshlut í báðum leyfum en forstjóri þess segir að félagið kæmi ekki að verkefninu nema það teldi að þarna væru tækifæri. Forstjóri skoska félagsins Faroe, Graham Stewart, segir að byrjað verði á bergmálsmælingum næstu 2-3 árin en síðan verði borað. „Ég myndi giska á að fyrsti brunnurinn verði boraður eftir 3-4 ár, ég vonast til þess," segir Stewart. Olíuframleiðslan geti svo hafist þrem til fjórum árum síðar. „Frá deginum í dag eftir kannski 7-8 ár gætum við verið farnir að framleiða olíu í íslenskri lögsögu." Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. Það kom í hlut Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að undirrita fyrstu olíuvinnsluleyfin á Drekasvæðinu, í viðurvist ráðherranna, fulltrúa leyfishafa, embættismanna og fréttamanna, bæði frá Íslandi og Noregi.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Ola Borten Moe þetta í fyrsta sinn sem norska ríkið tekur beinan þátt í olíuleit utan við lögsögu Noregs. Það sé alveg nýtt og sögulegt. Leyfin eru tvö; annarsvegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro, þar sem Faroe er rekstraraðili með 67 prósenta hlut, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro þar sem Valiant er rekstraraðili með 56 prósenta hlut. Norska ríkisolíufélagið Petoro er með fjórðungshlut í báðum leyfum en forstjóri þess segir að félagið kæmi ekki að verkefninu nema það teldi að þarna væru tækifæri. Forstjóri skoska félagsins Faroe, Graham Stewart, segir að byrjað verði á bergmálsmælingum næstu 2-3 árin en síðan verði borað. „Ég myndi giska á að fyrsti brunnurinn verði boraður eftir 3-4 ár, ég vonast til þess," segir Stewart. Olíuframleiðslan geti svo hafist þrem til fjórum árum síðar. „Frá deginum í dag eftir kannski 7-8 ár gætum við verið farnir að framleiða olíu í íslenskri lögsögu."
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira