Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2013 18:37 Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. Það kom í hlut Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að undirrita fyrstu olíuvinnsluleyfin á Drekasvæðinu, í viðurvist ráðherranna, fulltrúa leyfishafa, embættismanna og fréttamanna, bæði frá Íslandi og Noregi.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Ola Borten Moe þetta í fyrsta sinn sem norska ríkið tekur beinan þátt í olíuleit utan við lögsögu Noregs. Það sé alveg nýtt og sögulegt. Leyfin eru tvö; annarsvegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro, þar sem Faroe er rekstraraðili með 67 prósenta hlut, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro þar sem Valiant er rekstraraðili með 56 prósenta hlut. Norska ríkisolíufélagið Petoro er með fjórðungshlut í báðum leyfum en forstjóri þess segir að félagið kæmi ekki að verkefninu nema það teldi að þarna væru tækifæri. Forstjóri skoska félagsins Faroe, Graham Stewart, segir að byrjað verði á bergmálsmælingum næstu 2-3 árin en síðan verði borað. „Ég myndi giska á að fyrsti brunnurinn verði boraður eftir 3-4 ár, ég vonast til þess," segir Stewart. Olíuframleiðslan geti svo hafist þrem til fjórum árum síðar. „Frá deginum í dag eftir kannski 7-8 ár gætum við verið farnir að framleiða olíu í íslenskri lögsögu." Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. Það kom í hlut Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að undirrita fyrstu olíuvinnsluleyfin á Drekasvæðinu, í viðurvist ráðherranna, fulltrúa leyfishafa, embættismanna og fréttamanna, bæði frá Íslandi og Noregi.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Ola Borten Moe þetta í fyrsta sinn sem norska ríkið tekur beinan þátt í olíuleit utan við lögsögu Noregs. Það sé alveg nýtt og sögulegt. Leyfin eru tvö; annarsvegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro, þar sem Faroe er rekstraraðili með 67 prósenta hlut, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro þar sem Valiant er rekstraraðili með 56 prósenta hlut. Norska ríkisolíufélagið Petoro er með fjórðungshlut í báðum leyfum en forstjóri þess segir að félagið kæmi ekki að verkefninu nema það teldi að þarna væru tækifæri. Forstjóri skoska félagsins Faroe, Graham Stewart, segir að byrjað verði á bergmálsmælingum næstu 2-3 árin en síðan verði borað. „Ég myndi giska á að fyrsti brunnurinn verði boraður eftir 3-4 ár, ég vonast til þess," segir Stewart. Olíuframleiðslan geti svo hafist þrem til fjórum árum síðar. „Frá deginum í dag eftir kannski 7-8 ár gætum við verið farnir að framleiða olíu í íslenskri lögsögu."
Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent