Vonast til að olíuframleiðslan hefjist eftir 7-8 ár Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2013 18:37 Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. Það kom í hlut Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að undirrita fyrstu olíuvinnsluleyfin á Drekasvæðinu, í viðurvist ráðherranna, fulltrúa leyfishafa, embættismanna og fréttamanna, bæði frá Íslandi og Noregi.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Ola Borten Moe þetta í fyrsta sinn sem norska ríkið tekur beinan þátt í olíuleit utan við lögsögu Noregs. Það sé alveg nýtt og sögulegt. Leyfin eru tvö; annarsvegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro, þar sem Faroe er rekstraraðili með 67 prósenta hlut, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro þar sem Valiant er rekstraraðili með 56 prósenta hlut. Norska ríkisolíufélagið Petoro er með fjórðungshlut í báðum leyfum en forstjóri þess segir að félagið kæmi ekki að verkefninu nema það teldi að þarna væru tækifæri. Forstjóri skoska félagsins Faroe, Graham Stewart, segir að byrjað verði á bergmálsmælingum næstu 2-3 árin en síðan verði borað. „Ég myndi giska á að fyrsti brunnurinn verði boraður eftir 3-4 ár, ég vonast til þess," segir Stewart. Olíuframleiðslan geti svo hafist þrem til fjórum árum síðar. „Frá deginum í dag eftir kannski 7-8 ár gætum við verið farnir að framleiða olíu í íslenskri lögsögu." Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Olíuframleiðsla á landgrunni Íslands gæti hafist eftir sjö til átta ár og fyrsti borpallurinn komið eftir þrjú til fjögur ár. Þetta segir forstjóri skoska olíufélagsins Faroe Petroleum, sem nú er orðinn rétthafi fyrsta olíuvinnsluleyfis í lögsögu Íslands. Olíumálaráðherra Noregs segir leyfisútgáfuna í dag sögulegan viðburð. Norski olíumálaráðherrann Ola Borten Moe mætti í Ráðherrabústaðinn klukkan níu í morgun ásamt fylgdarliði til fundar við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og áttu fulltrúar ríkjanna klukkustundarlangan fund áður en kom að stóru stundinni. Það kom í hlut Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra að undirrita fyrstu olíuvinnsluleyfin á Drekasvæðinu, í viðurvist ráðherranna, fulltrúa leyfishafa, embættismanna og fréttamanna, bæði frá Íslandi og Noregi.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Ola Borten Moe þetta í fyrsta sinn sem norska ríkið tekur beinan þátt í olíuleit utan við lögsögu Noregs. Það sé alveg nýtt og sögulegt. Leyfin eru tvö; annarsvegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro, þar sem Faroe er rekstraraðili með 67 prósenta hlut, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro þar sem Valiant er rekstraraðili með 56 prósenta hlut. Norska ríkisolíufélagið Petoro er með fjórðungshlut í báðum leyfum en forstjóri þess segir að félagið kæmi ekki að verkefninu nema það teldi að þarna væru tækifæri. Forstjóri skoska félagsins Faroe, Graham Stewart, segir að byrjað verði á bergmálsmælingum næstu 2-3 árin en síðan verði borað. „Ég myndi giska á að fyrsti brunnurinn verði boraður eftir 3-4 ár, ég vonast til þess," segir Stewart. Olíuframleiðslan geti svo hafist þrem til fjórum árum síðar. „Frá deginum í dag eftir kannski 7-8 ár gætum við verið farnir að framleiða olíu í íslenskri lögsögu."
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira