Færeyingar fá nýja flugstöð Kristján Már Unnarsson skrifar 3. apríl 2013 18:54 Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. Jafnframt er hafin smíði nýrrar flugstöðvar, sem á að verða tilbúin eftir rúmt ár. Framkvæmdirnar kosta um níu milljarða króna en farþegafjöldinn, rúmlega tvöhundruðþúsund manns á ári, er um einn tíundi af því sem fer um Keflavík, og liðlega helmingur þess sem fer um Reykjavíkurflugvöll. Fjölgun farþega um tólf prósent í fyrra er þó ekki það sem stendur undir kaupum á þremur þotum. "Aukningin hjá okkur er ekki bara milli Færeyja og umheimsins. Þetta er einnig aukning í starfsemi okkar utan Færeyja," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Tvær af nýju þotunum fær Atlantic síðar á þessu ári en þær verða jafnframt leigðar til sólarlandaflugs fyrir danskar ferðaskrifstofur. En félagið gerir einnig út þyrlur, bæði til innanlandsflugs milli færeysku eyjanna en einnig vegna olíuleitar. Ekki aðeins hefur Atlantic verið með þyrlur í öllum borunum við Færeyjar til þessa heldur einnig sinnt borpöllum í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Hollands og Noregs. "Og við erum tilbúnir að takast á við fleiri áskoranir á sviði þyrluflugs. Færeyingar og færeyskt atvinnulíf hafa staðið sig vel í þjónustu við olíuleit. Það eru fleiri en þúsund Færeyingar sem starfa í olíugeiranum. Við erum búnir að fá mikið út úr olíustarfsemi þrátt fyrir að við höfum ekki enn fundið vinnanlega olíu," segir Magni Arge, sem jafnframt er í forystu Samtaka færeyska olíuiðnaðarins. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Færeyingar sækja nú hratt fram í flugmálum. Þeir eru að fá þrjár nýjar þotur, reisa nýja flugstöð, eru nýbúnir að stækka flugvöllinn og sjá fram á vaxandi þyrluflug til olíuborpalla. Fyrsta Airbus-þota Atlantic Airways er að koma inn til lendingar á einu flugbraut Færeyja en lenging hennar úr 1.250 metrum upp í 1.800 metra í fyrra var forsenda þess að færeyska flugfélagið réðst í kaup á þremur slíkum þotum. Jafnframt er hafin smíði nýrrar flugstöðvar, sem á að verða tilbúin eftir rúmt ár. Framkvæmdirnar kosta um níu milljarða króna en farþegafjöldinn, rúmlega tvöhundruðþúsund manns á ári, er um einn tíundi af því sem fer um Keflavík, og liðlega helmingur þess sem fer um Reykjavíkurflugvöll. Fjölgun farþega um tólf prósent í fyrra er þó ekki það sem stendur undir kaupum á þremur þotum. "Aukningin hjá okkur er ekki bara milli Færeyja og umheimsins. Þetta er einnig aukning í starfsemi okkar utan Færeyja," segir Magni Arge, forstjóri Atlantic Airways í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Tvær af nýju þotunum fær Atlantic síðar á þessu ári en þær verða jafnframt leigðar til sólarlandaflugs fyrir danskar ferðaskrifstofur. En félagið gerir einnig út þyrlur, bæði til innanlandsflugs milli færeysku eyjanna en einnig vegna olíuleitar. Ekki aðeins hefur Atlantic verið með þyrlur í öllum borunum við Færeyjar til þessa heldur einnig sinnt borpöllum í Norðursjó í lögsögu Bretlands, Hollands og Noregs. "Og við erum tilbúnir að takast á við fleiri áskoranir á sviði þyrluflugs. Færeyingar og færeyskt atvinnulíf hafa staðið sig vel í þjónustu við olíuleit. Það eru fleiri en þúsund Færeyingar sem starfa í olíugeiranum. Við erum búnir að fá mikið út úr olíustarfsemi þrátt fyrir að við höfum ekki enn fundið vinnanlega olíu," segir Magni Arge, sem jafnframt er í forystu Samtaka færeyska olíuiðnaðarins.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent