Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Haraldur Guðmundsson skrifar 26. september 2013 08:47 Björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að Nuk á miðvikudag og sex búrum var komið fyrir í nágrenni Reykjavíkurflugvallar. „Það er greinilegt að þarna urðu mistök sem við hörmum og við ætlum að endurskoða hvort við hefðum getað gert betur,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra, um atvikið sem varð á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags þegar danska læðan Nuk strauk úr einkaflugvél eiganda síns. Starfsmenn Tollstjóra funduðu í gær vegna málsins og tóku ákvörðun um að fara í endurskoðun á verklagi við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. Kári segir að tollafgreiðsla umræddrar einkaflugvélar hafi farið fram með hefðbundnum hætti. „Þegar tollverðir sáu dýrið var óskað eftir því að það yrði geymt í lokuðu búri og að hvorki það né úrgangur úr því færi frá borði. Okkur var því ekki kunnugt um að dýrið fengi að ganga frjálst um vélina.“ Þegar einkaflugvélar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli hafa farið í gegnum skoðun Tollstjóra er eina eftirlitið með þeim og áhöfn þeirra fólgið í því að Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins, gætir þess að óviðkomandi aðilar fari ekki inn á flugvallarsvæðið eða út á flugbrautir. Spurður hvort ekki sé ákveðin brotalöm fólgin í því að farþegar einkaflugvéla geti sleppt dýrum sínum lausum að lokinni tollskoðun segir Kári að svo sé. „Við hins vegar getum ekki vaktað einstaka vélar því við erum ekki með mannskap til þess. En við reynum að hafa gott eftirlit með þessu og erum í góðu samstarfi við Matvælastofnun. Hluti af þessari endurskoðun á verkferlum okkar mun felast í því hvort við getum séð til þess að dýrin séu geymd í lokuðu rými á meðan þau eru hér á landi.“ Að sögn Kára er nokkuð um að dýr komi hingað til lands í fylgd eigenda í einkaflugvélum. Hann nefnir þekkt dæmi frá síðasta ári þegar tónlistarkonan Lady Gaga kom hingað til lands með hundinn sinn og lenti á Reykjavíkurflugvelli. „Það á sérstaklega við þegar aðilar eru að millilenda hér í lengri ferðum á milli landa sem hleypa dýrum óhindrað inn,“ segir Kári. Hann segir að mál danska kattarins sé vissulega slæmt. „Málið byggir fyrst og fremst á mannlegum mistökum eiganda dýrsins sem taldi nauðsynlegt að opna rifu á hurð flugvélarinnar svo kötturinn kafnaði ekki,“ segir Kári. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
„Það er greinilegt að þarna urðu mistök sem við hörmum og við ætlum að endurskoða hvort við hefðum getað gert betur,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra, um atvikið sem varð á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags þegar danska læðan Nuk strauk úr einkaflugvél eiganda síns. Starfsmenn Tollstjóra funduðu í gær vegna málsins og tóku ákvörðun um að fara í endurskoðun á verklagi við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. Kári segir að tollafgreiðsla umræddrar einkaflugvélar hafi farið fram með hefðbundnum hætti. „Þegar tollverðir sáu dýrið var óskað eftir því að það yrði geymt í lokuðu búri og að hvorki það né úrgangur úr því færi frá borði. Okkur var því ekki kunnugt um að dýrið fengi að ganga frjálst um vélina.“ Þegar einkaflugvélar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli hafa farið í gegnum skoðun Tollstjóra er eina eftirlitið með þeim og áhöfn þeirra fólgið í því að Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins, gætir þess að óviðkomandi aðilar fari ekki inn á flugvallarsvæðið eða út á flugbrautir. Spurður hvort ekki sé ákveðin brotalöm fólgin í því að farþegar einkaflugvéla geti sleppt dýrum sínum lausum að lokinni tollskoðun segir Kári að svo sé. „Við hins vegar getum ekki vaktað einstaka vélar því við erum ekki með mannskap til þess. En við reynum að hafa gott eftirlit með þessu og erum í góðu samstarfi við Matvælastofnun. Hluti af þessari endurskoðun á verkferlum okkar mun felast í því hvort við getum séð til þess að dýrin séu geymd í lokuðu rými á meðan þau eru hér á landi.“ Að sögn Kára er nokkuð um að dýr komi hingað til lands í fylgd eigenda í einkaflugvélum. Hann nefnir þekkt dæmi frá síðasta ári þegar tónlistarkonan Lady Gaga kom hingað til lands með hundinn sinn og lenti á Reykjavíkurflugvelli. „Það á sérstaklega við þegar aðilar eru að millilenda hér í lengri ferðum á milli landa sem hleypa dýrum óhindrað inn,“ segir Kári. Hann segir að mál danska kattarins sé vissulega slæmt. „Málið byggir fyrst og fremst á mannlegum mistökum eiganda dýrsins sem taldi nauðsynlegt að opna rifu á hurð flugvélarinnar svo kötturinn kafnaði ekki,“ segir Kári.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira