Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Haraldur Guðmundsson skrifar 26. september 2013 08:47 Björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að Nuk á miðvikudag og sex búrum var komið fyrir í nágrenni Reykjavíkurflugvallar. „Það er greinilegt að þarna urðu mistök sem við hörmum og við ætlum að endurskoða hvort við hefðum getað gert betur,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra, um atvikið sem varð á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags þegar danska læðan Nuk strauk úr einkaflugvél eiganda síns. Starfsmenn Tollstjóra funduðu í gær vegna málsins og tóku ákvörðun um að fara í endurskoðun á verklagi við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. Kári segir að tollafgreiðsla umræddrar einkaflugvélar hafi farið fram með hefðbundnum hætti. „Þegar tollverðir sáu dýrið var óskað eftir því að það yrði geymt í lokuðu búri og að hvorki það né úrgangur úr því færi frá borði. Okkur var því ekki kunnugt um að dýrið fengi að ganga frjálst um vélina.“ Þegar einkaflugvélar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli hafa farið í gegnum skoðun Tollstjóra er eina eftirlitið með þeim og áhöfn þeirra fólgið í því að Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins, gætir þess að óviðkomandi aðilar fari ekki inn á flugvallarsvæðið eða út á flugbrautir. Spurður hvort ekki sé ákveðin brotalöm fólgin í því að farþegar einkaflugvéla geti sleppt dýrum sínum lausum að lokinni tollskoðun segir Kári að svo sé. „Við hins vegar getum ekki vaktað einstaka vélar því við erum ekki með mannskap til þess. En við reynum að hafa gott eftirlit með þessu og erum í góðu samstarfi við Matvælastofnun. Hluti af þessari endurskoðun á verkferlum okkar mun felast í því hvort við getum séð til þess að dýrin séu geymd í lokuðu rými á meðan þau eru hér á landi.“ Að sögn Kára er nokkuð um að dýr komi hingað til lands í fylgd eigenda í einkaflugvélum. Hann nefnir þekkt dæmi frá síðasta ári þegar tónlistarkonan Lady Gaga kom hingað til lands með hundinn sinn og lenti á Reykjavíkurflugvelli. „Það á sérstaklega við þegar aðilar eru að millilenda hér í lengri ferðum á milli landa sem hleypa dýrum óhindrað inn,“ segir Kári. Hann segir að mál danska kattarins sé vissulega slæmt. „Málið byggir fyrst og fremst á mannlegum mistökum eiganda dýrsins sem taldi nauðsynlegt að opna rifu á hurð flugvélarinnar svo kötturinn kafnaði ekki,“ segir Kári. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
„Það er greinilegt að þarna urðu mistök sem við hörmum og við ætlum að endurskoða hvort við hefðum getað gert betur,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra, um atvikið sem varð á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags þegar danska læðan Nuk strauk úr einkaflugvél eiganda síns. Starfsmenn Tollstjóra funduðu í gær vegna málsins og tóku ákvörðun um að fara í endurskoðun á verklagi við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. Kári segir að tollafgreiðsla umræddrar einkaflugvélar hafi farið fram með hefðbundnum hætti. „Þegar tollverðir sáu dýrið var óskað eftir því að það yrði geymt í lokuðu búri og að hvorki það né úrgangur úr því færi frá borði. Okkur var því ekki kunnugt um að dýrið fengi að ganga frjálst um vélina.“ Þegar einkaflugvélar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli hafa farið í gegnum skoðun Tollstjóra er eina eftirlitið með þeim og áhöfn þeirra fólgið í því að Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins, gætir þess að óviðkomandi aðilar fari ekki inn á flugvallarsvæðið eða út á flugbrautir. Spurður hvort ekki sé ákveðin brotalöm fólgin í því að farþegar einkaflugvéla geti sleppt dýrum sínum lausum að lokinni tollskoðun segir Kári að svo sé. „Við hins vegar getum ekki vaktað einstaka vélar því við erum ekki með mannskap til þess. En við reynum að hafa gott eftirlit með þessu og erum í góðu samstarfi við Matvælastofnun. Hluti af þessari endurskoðun á verkferlum okkar mun felast í því hvort við getum séð til þess að dýrin séu geymd í lokuðu rými á meðan þau eru hér á landi.“ Að sögn Kára er nokkuð um að dýr komi hingað til lands í fylgd eigenda í einkaflugvélum. Hann nefnir þekkt dæmi frá síðasta ári þegar tónlistarkonan Lady Gaga kom hingað til lands með hundinn sinn og lenti á Reykjavíkurflugvelli. „Það á sérstaklega við þegar aðilar eru að millilenda hér í lengri ferðum á milli landa sem hleypa dýrum óhindrað inn,“ segir Kári. Hann segir að mál danska kattarins sé vissulega slæmt. „Málið byggir fyrst og fremst á mannlegum mistökum eiganda dýrsins sem taldi nauðsynlegt að opna rifu á hurð flugvélarinnar svo kötturinn kafnaði ekki,“ segir Kári.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira