Í föruneyti prinsins á Suðurskautslandinu Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 14. desember 2013 07:00 Íslenskur leiðangursstjóri frá Arctic Trucks fylgdi Harry Bretaprins á suðurpólinn. Mikill fögnuður braust út þegar leiðangursmenn stóðu á pólnum á hádegi í gær. Fréttablaðið/EPA „Harry Bretaprins er góður félagi, skemmtilegur og gaman að umgangast hann,“ segir Emil Grímsson, stjórnarformaður Arctic Trucks. Hann var leiðangursstjóri í ferð prinsins og hermanna, sem hafa hlotið örkuml, á suðurpólinn. Hópurinn komst loks á pólinn í gær. Leiðir Emils og prinsins lágu fyrst saman í sumar þegar prinsinn æfði sig á Langjökli fyrir pólgönguna. Arctic Trucks sáu um að aka sjónvarpsfólki, læknum og aðstoðarfólki sem var með prinsinum og ferðafélögum hans á Suðurskautslandinu. Leiðangurinn hófst formlega 22. nóvember þegar hópurinn kom upp á jökulbreiðuna. Hópnum var skipt upp í þrjá minni hópa. Í hverjum hópi voru fjórir hermenn sem höfðu særst, leiðsögumaður, aðstoðarmaður og einn frægur. Hinir frægu sem tóku þátt í göngunni á pólinn voru, auk Harrys, leikararnir Alexander Skarsgaard og Dominic West. Í upphafi var gert ráð fyrir að hóparnir myndu keppa um hver yrði fljótastur á áfangastað en fljótlega var ákveðið að hætta keppni og stytta dagleiðirnar. Líkamlegt ástand leiðangursmanna var mjög misjafnt, þarna voru hermenn sem höfðu misst útlimi, brennst og einn var blindur. Upphaflega átti að ganga 334 kílómetra en stytta þurfti gönguna niður í 200 kílómetra. Veður og smávægileg meiðsl sumra leiðangursmanna urðu til þess. Leiðangursmenn voru með farangur sinn á sleðum og varð hver og einn að draga 60 til 90 kíló. „Það kom fljótlega í ljós að sumir hermennirnir sem höfðu særst voru ekki nógu líkamlega sterkir til að draga púlkurnar, svo þeir sem hraustari voru léttu af púlkunum hjá þeim,“ segir Emil. Emil segir að frostið hafi verið frá 24 gráðum og niður í rúmlega 30 gráður. Þegar tekið var tillit til vindkælingar hafi kuldinn verið rúmlega 40 stig. Emil segir að engan hafi kalið illa, en nokkrir fengið lítil kalsár. Það var svo á hádegi að staðartíma í gær sem leiðangursmenn stóðu á pólnum, í ískulda en glaðasólskini. „Allir komust þeir á pólinn og það var mikil gleði. Það var tekin góð stund í að mynda og fagna áfanganum,“ segir Emil. Svo var haldið til baka en hópurinn ákvað að slá upp tjaldbúðum tuttugu kílómetra frá pólnum. „Harry vildi ólmur fá að keyra jeppann í tjaldbúðirnar. Hann var búinn að fá að keyra hjá mér áður og er hinn liprasti bílstjóri,“ segir Emil og bætir við að þeir hafi þurft að aka yfir rifskafla og bíllinn hafi hossast mikið á leiðinni. Leiðangursmenn fara svo með flugi um helgina til Suður-Afríku en Emil sagði að það væri ekki alveg komið á hreint hvenær hann kæmi heim. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
„Harry Bretaprins er góður félagi, skemmtilegur og gaman að umgangast hann,“ segir Emil Grímsson, stjórnarformaður Arctic Trucks. Hann var leiðangursstjóri í ferð prinsins og hermanna, sem hafa hlotið örkuml, á suðurpólinn. Hópurinn komst loks á pólinn í gær. Leiðir Emils og prinsins lágu fyrst saman í sumar þegar prinsinn æfði sig á Langjökli fyrir pólgönguna. Arctic Trucks sáu um að aka sjónvarpsfólki, læknum og aðstoðarfólki sem var með prinsinum og ferðafélögum hans á Suðurskautslandinu. Leiðangurinn hófst formlega 22. nóvember þegar hópurinn kom upp á jökulbreiðuna. Hópnum var skipt upp í þrjá minni hópa. Í hverjum hópi voru fjórir hermenn sem höfðu særst, leiðsögumaður, aðstoðarmaður og einn frægur. Hinir frægu sem tóku þátt í göngunni á pólinn voru, auk Harrys, leikararnir Alexander Skarsgaard og Dominic West. Í upphafi var gert ráð fyrir að hóparnir myndu keppa um hver yrði fljótastur á áfangastað en fljótlega var ákveðið að hætta keppni og stytta dagleiðirnar. Líkamlegt ástand leiðangursmanna var mjög misjafnt, þarna voru hermenn sem höfðu misst útlimi, brennst og einn var blindur. Upphaflega átti að ganga 334 kílómetra en stytta þurfti gönguna niður í 200 kílómetra. Veður og smávægileg meiðsl sumra leiðangursmanna urðu til þess. Leiðangursmenn voru með farangur sinn á sleðum og varð hver og einn að draga 60 til 90 kíló. „Það kom fljótlega í ljós að sumir hermennirnir sem höfðu særst voru ekki nógu líkamlega sterkir til að draga púlkurnar, svo þeir sem hraustari voru léttu af púlkunum hjá þeim,“ segir Emil. Emil segir að frostið hafi verið frá 24 gráðum og niður í rúmlega 30 gráður. Þegar tekið var tillit til vindkælingar hafi kuldinn verið rúmlega 40 stig. Emil segir að engan hafi kalið illa, en nokkrir fengið lítil kalsár. Það var svo á hádegi að staðartíma í gær sem leiðangursmenn stóðu á pólnum, í ískulda en glaðasólskini. „Allir komust þeir á pólinn og það var mikil gleði. Það var tekin góð stund í að mynda og fagna áfanganum,“ segir Emil. Svo var haldið til baka en hópurinn ákvað að slá upp tjaldbúðum tuttugu kílómetra frá pólnum. „Harry vildi ólmur fá að keyra jeppann í tjaldbúðirnar. Hann var búinn að fá að keyra hjá mér áður og er hinn liprasti bílstjóri,“ segir Emil og bætir við að þeir hafi þurft að aka yfir rifskafla og bíllinn hafi hossast mikið á leiðinni. Leiðangursmenn fara svo með flugi um helgina til Suður-Afríku en Emil sagði að það væri ekki alveg komið á hreint hvenær hann kæmi heim.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira