Óheimilt að reikna seðlabankavexti af skammtímalánum - Bílalán lækka um milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2013 16:56 Skammtímasamningar eru til dæmis samningar um bílalán. Óheimilt var að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán, svo sem bílalán, eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg 16. júní 2010. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum. Málið snýst um samning sem SP fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, gerði við Plastiðjuna um kaup á Mercedes Benz. Upphæð samningsins var um fimm milljónir króna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, telur ljóst að fordæmisgildi dómsins sé gríðarlegt. Í húfi séu tugþúsundir samninga og nemi verðmæti þeirra milljörðum króna. Sumarið 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miða vexti af íslenskum lánum við gengi erlendra gjaldmiðla. Eftir þá niðurstöðu varð allt óljóst um það við hvaða vexti ætti að miða þegar vextir af lánunum yrðu ákveðnir. Alþingi setti lög þar sem kveðið var á um að miða ætti við Seðlabankavexti. Elvira Mendez, prófessor við lagadeild HÍ og eiginmaður hennar, sættu sig ekki við að þurfa að greiða seðlabankavexti af lánunum afturvirkt, það er frá þeim tíma sem lánið var tekið og þar til Hæstaréttardómur féll. Þau höfðuðu því mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að miða vexti af lánum sem tekin voru við vexti Seðlabankans heldur skyldu samningsvextir gilda, ef lántakandi gæti vísað fram fullnaðarkvittunum sem sýndu að hann hefði staðið í skilum með greiðslur af láninu. Í tilfelli Elvíru og eiginmanns hennar var um að ræða húsnæðislán sem tekið var til langs tíma. Ein af þeim spurningum sem sá dómur skildi eftir var hvort hann ætti við um lán sem tekin eru til skemmri tíma, svo sem þegar að um bílalán er að ræða. Lán Plastiðjunnar var tekið til sjö ára. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í tilfelli Plastiðjunnar eigi sömu rök við og í máli Elvíru Mendez. Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Óheimilt var að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán, svo sem bílalán, eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg 16. júní 2010. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum. Málið snýst um samning sem SP fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, gerði við Plastiðjuna um kaup á Mercedes Benz. Upphæð samningsins var um fimm milljónir króna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, telur ljóst að fordæmisgildi dómsins sé gríðarlegt. Í húfi séu tugþúsundir samninga og nemi verðmæti þeirra milljörðum króna. Sumarið 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miða vexti af íslenskum lánum við gengi erlendra gjaldmiðla. Eftir þá niðurstöðu varð allt óljóst um það við hvaða vexti ætti að miða þegar vextir af lánunum yrðu ákveðnir. Alþingi setti lög þar sem kveðið var á um að miða ætti við Seðlabankavexti. Elvira Mendez, prófessor við lagadeild HÍ og eiginmaður hennar, sættu sig ekki við að þurfa að greiða seðlabankavexti af lánunum afturvirkt, það er frá þeim tíma sem lánið var tekið og þar til Hæstaréttardómur féll. Þau höfðuðu því mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að miða vexti af lánum sem tekin voru við vexti Seðlabankans heldur skyldu samningsvextir gilda, ef lántakandi gæti vísað fram fullnaðarkvittunum sem sýndu að hann hefði staðið í skilum með greiðslur af láninu. Í tilfelli Elvíru og eiginmanns hennar var um að ræða húsnæðislán sem tekið var til langs tíma. Ein af þeim spurningum sem sá dómur skildi eftir var hvort hann ætti við um lán sem tekin eru til skemmri tíma, svo sem þegar að um bílalán er að ræða. Lán Plastiðjunnar var tekið til sjö ára. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í tilfelli Plastiðjunnar eigi sömu rök við og í máli Elvíru Mendez.
Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira