Óheimilt að reikna seðlabankavexti af skammtímalánum - Bílalán lækka um milljarða Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. maí 2013 16:56 Skammtímasamningar eru til dæmis samningar um bílalán. Óheimilt var að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán, svo sem bílalán, eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg 16. júní 2010. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum. Málið snýst um samning sem SP fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, gerði við Plastiðjuna um kaup á Mercedes Benz. Upphæð samningsins var um fimm milljónir króna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, telur ljóst að fordæmisgildi dómsins sé gríðarlegt. Í húfi séu tugþúsundir samninga og nemi verðmæti þeirra milljörðum króna. Sumarið 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miða vexti af íslenskum lánum við gengi erlendra gjaldmiðla. Eftir þá niðurstöðu varð allt óljóst um það við hvaða vexti ætti að miða þegar vextir af lánunum yrðu ákveðnir. Alþingi setti lög þar sem kveðið var á um að miða ætti við Seðlabankavexti. Elvira Mendez, prófessor við lagadeild HÍ og eiginmaður hennar, sættu sig ekki við að þurfa að greiða seðlabankavexti af lánunum afturvirkt, það er frá þeim tíma sem lánið var tekið og þar til Hæstaréttardómur féll. Þau höfðuðu því mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að miða vexti af lánum sem tekin voru við vexti Seðlabankans heldur skyldu samningsvextir gilda, ef lántakandi gæti vísað fram fullnaðarkvittunum sem sýndu að hann hefði staðið í skilum með greiðslur af láninu. Í tilfelli Elvíru og eiginmanns hennar var um að ræða húsnæðislán sem tekið var til langs tíma. Ein af þeim spurningum sem sá dómur skildi eftir var hvort hann ætti við um lán sem tekin eru til skemmri tíma, svo sem þegar að um bílalán er að ræða. Lán Plastiðjunnar var tekið til sjö ára. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í tilfelli Plastiðjunnar eigi sömu rök við og í máli Elvíru Mendez. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Óheimilt var að reikna seðlabankavexti afturvirkt á skammtímalán, svo sem bílalán, eftir að gengistryggð lán voru dæmd ólögleg 16. júní 2010. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum. Málið snýst um samning sem SP fjármögnun, sem nú er hluti af Landsbankanum, gerði við Plastiðjuna um kaup á Mercedes Benz. Upphæð samningsins var um fimm milljónir króna. Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Plastiðjunnar, telur ljóst að fordæmisgildi dómsins sé gríðarlegt. Í húfi séu tugþúsundir samninga og nemi verðmæti þeirra milljörðum króna. Sumarið 2010 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að miða vexti af íslenskum lánum við gengi erlendra gjaldmiðla. Eftir þá niðurstöðu varð allt óljóst um það við hvaða vexti ætti að miða þegar vextir af lánunum yrðu ákveðnir. Alþingi setti lög þar sem kveðið var á um að miða ætti við Seðlabankavexti. Elvira Mendez, prófessor við lagadeild HÍ og eiginmaður hennar, sættu sig ekki við að þurfa að greiða seðlabankavexti af lánunum afturvirkt, það er frá þeim tíma sem lánið var tekið og þar til Hæstaréttardómur féll. Þau höfðuðu því mál sem fór alla leið fyrir Hæstarétt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hefði verið að miða vexti af lánum sem tekin voru við vexti Seðlabankans heldur skyldu samningsvextir gilda, ef lántakandi gæti vísað fram fullnaðarkvittunum sem sýndu að hann hefði staðið í skilum með greiðslur af láninu. Í tilfelli Elvíru og eiginmanns hennar var um að ræða húsnæðislán sem tekið var til langs tíma. Ein af þeim spurningum sem sá dómur skildi eftir var hvort hann ætti við um lán sem tekin eru til skemmri tíma, svo sem þegar að um bílalán er að ræða. Lán Plastiðjunnar var tekið til sjö ára. Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að í tilfelli Plastiðjunnar eigi sömu rök við og í máli Elvíru Mendez.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira