Laun í Englandi hafa lækkað töluvert miðað við önnur lönd innan Evrópusambandsins. Breski Verkamannaflokkurinn óskaði eftir upplýsingunum, sem leiddu í ljós að tímakaup breskra launþega hefur lækkað um 5,5 prósent frá árinu 2010.
Að sama skapi hækkaði tímakaup þýskra launþega að meðaltali um 2,7 prósent.
Af hinum 27 sambandsríkjum Evrópusambandsins hafa aðeins laun Grikkja, Portúgala og Hollendinga lækkað meira en Englendinga.
Meðallaun íbúa innan sambandsins hafa lækkað um 0,7 prósent frá árinu 2010.
Laun breskra lækka einna mest
Sara McMahon skrifar
