Ákærður stríðsglæpamaður úr Helförinni lést í fangelsi Þorgils Jónsson skrifar 12. ágúst 2013 11:19 Laszlo Csatary var ákærður fyrir stríðsglæpi í júní síðastliðnum, en lést á laugardag, áður en málaferli yfir honum hófust. NordicPhotos/AFP Laszlo Csatary, Ungverji sem var ákærður fyrir að hafa tekið þátt í Helför nasista gegn gyðingum, lést um helgina, 98 ára að aldri, af völdum lungnabólgu. BBC segir frá þessu á vef sínum í dag. Csatary var á sínum tíma efstur á lista eftirlýstra fyrrum stríðsglæpamanna úr seinni heimsstyrjöldinni. Hann var talinn hafa aðstoðað við að senda 15.700 gyðinga frá Hungverjalandi og Slóvakíu í útrýmingarbúðir nasista, auk þess sem hann var sakaður um að beita fanga beinu ofbeldi. Hann var handtekinn í júlí í fyrra og var í haldi alla tíð síðan. Í stríðslok var Csatary dæmdur til dauða í Tékkóslóvakíu fyrir stríðsglæpi, en hann flúði til Kanada þar sem hann sagðist vera flóttamaður frá Júgóslavíu. Þar bjó hann í tæpa hálfa öld og starfaði meðal annars sem listaverkasali. Eftir að upp komst um ósannsögli hans var hann sviptur ríkisborgararétti árið 1997 og flúði land. Hann fór síðan huldu höfði þar til hann fannst á ný í fyrra. Csatary neitaði sök í málinu. Efraim Zuroff, framkvæmdastjóri Simon Wiesenthal-stofnunarinnar, sem leitar stríðsglæpamanna nasista um allan heim, lýsti í tilkynningu, yfir vonbrigðum sínum með andlát Csatarys. „Það er leitt að Csatary, sem var dæmdur fyrir glæpi í Helförinni og hafði aldrei sýnt iðrun en var loks ákærður í eigin heimalandi, hafi sloppið undan réttvísinni og refsingu á síðustu stundu.“ Simon Wiesenthal-stofnunin starfar enn af krafti við að hafa upp á eftirlifandi gerendum úr Helförinni og hleypti nýlega af stokkunum verkefni þar sem þeir bjóða verðlaun fyrir upplýsingar sem geta leitt til handtöku. Meðal þeirra sem helst er leitað að er Alois Brunner, sem var aðstoðarmaður Adolfs Eichmann og sást síðast í Sýrlandi árið 2001, og Aribert Heim sem var læknir í þremur útrýmingarbúðum og hvarf árið 1962. Síðast fréttist af honum í Egyptalandi árið 1992.Listi Wiesenthal-stofnunarinnar um eftirlýsta stríðsglæpamenn nasista Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Laszlo Csatary, Ungverji sem var ákærður fyrir að hafa tekið þátt í Helför nasista gegn gyðingum, lést um helgina, 98 ára að aldri, af völdum lungnabólgu. BBC segir frá þessu á vef sínum í dag. Csatary var á sínum tíma efstur á lista eftirlýstra fyrrum stríðsglæpamanna úr seinni heimsstyrjöldinni. Hann var talinn hafa aðstoðað við að senda 15.700 gyðinga frá Hungverjalandi og Slóvakíu í útrýmingarbúðir nasista, auk þess sem hann var sakaður um að beita fanga beinu ofbeldi. Hann var handtekinn í júlí í fyrra og var í haldi alla tíð síðan. Í stríðslok var Csatary dæmdur til dauða í Tékkóslóvakíu fyrir stríðsglæpi, en hann flúði til Kanada þar sem hann sagðist vera flóttamaður frá Júgóslavíu. Þar bjó hann í tæpa hálfa öld og starfaði meðal annars sem listaverkasali. Eftir að upp komst um ósannsögli hans var hann sviptur ríkisborgararétti árið 1997 og flúði land. Hann fór síðan huldu höfði þar til hann fannst á ný í fyrra. Csatary neitaði sök í málinu. Efraim Zuroff, framkvæmdastjóri Simon Wiesenthal-stofnunarinnar, sem leitar stríðsglæpamanna nasista um allan heim, lýsti í tilkynningu, yfir vonbrigðum sínum með andlát Csatarys. „Það er leitt að Csatary, sem var dæmdur fyrir glæpi í Helförinni og hafði aldrei sýnt iðrun en var loks ákærður í eigin heimalandi, hafi sloppið undan réttvísinni og refsingu á síðustu stundu.“ Simon Wiesenthal-stofnunin starfar enn af krafti við að hafa upp á eftirlifandi gerendum úr Helförinni og hleypti nýlega af stokkunum verkefni þar sem þeir bjóða verðlaun fyrir upplýsingar sem geta leitt til handtöku. Meðal þeirra sem helst er leitað að er Alois Brunner, sem var aðstoðarmaður Adolfs Eichmann og sást síðast í Sýrlandi árið 2001, og Aribert Heim sem var læknir í þremur útrýmingarbúðum og hvarf árið 1962. Síðast fréttist af honum í Egyptalandi árið 1992.Listi Wiesenthal-stofnunarinnar um eftirlýsta stríðsglæpamenn nasista
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira